Bjóða upp á 75 metra langa lýðveldisköku á 17. júní Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 13:29 Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Vísir/Vilhelm Sérstakur hátíðarblær verður á hátíðahöldunum á þjóðhátíðadaginn 17. júní nk. í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli klukkan 11.00. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, Lúðrasveitin Svanur flytur nokkur lög, Hamrahlíðarkórinn syngur og fjallkonan flytur ávarp. Að lokinni athöfn á Austurvelli verður gengið fylktu liði að kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur fara frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi stundvíslega klukkan 13.00 þar sem lúðrasveitir ganga í broddi fylkingar. Í Hljómskálagarðinum verða skátarnir með leiktæki fyrir gesti og er frítt í tækin. Boðið verður upp á sýningu og kennslu í kvistbolta eða Quidditch sem margir þekkja úr kvikmyndunum um Harry Potter. Þá munu kraftakonur keppa um titilinn Stálkona Íslands, Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði, Stangveiðifélag Íslands kennir flugukast og boðið verður upp á hestasýningu. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður svo boðið upp á harmonikkuball þar sem gestir geta bæði notið tónlistarinnar og dansað. Fyrir yngstu börnin verður Brúðubíllinn í Hljómskálagarðinum og Skoppa og Skrítla verða í Hörpu. Stórtónleikar hefjast svo klukkan 14.00 á sviðinu í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma meðal annarra Herra Hnetusmjör og Huginn, Friðrik Dór, Bríet og GDRN, Emmsjé Gauti & Aron Can ásamt fleirum. Tónleikunum lýkur klukkan 17.00. Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á kökuna í miðbæ Reykjavíkur og verður hún 75 metrar á lengd eða sem samsvarar einni Hallgrímskirkju. Lýðveldiskakan er þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu- rjómaostakremi og marsípani. Þjóðminjasafnið var „morgungjöf“ þjóðarinnar til lýðveldisins eftir stofnun þess 17. júní 1944 og í tilefni tímamótanna verður opnað nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í safninu á þjóðhátíðardaginn klukkan 14.00. Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun vera opin almenningi frá kl. 14.00 til 18.00. Gull og gersemar verða til sýnis í myntsafni Seðlabanka Íslands og gefst gestum og gangandi færi á að handfjatla gullstöng og komist að virði hennar. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur verður hægt að fylgjast með sýndarréttarhöldum, leiðsögn verður um Hæstarétt og fiskar og fræðsla verður hjá Hafrannsóknarstofnun. Alþingi Tímamót Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Sérstakur hátíðarblær verður á hátíðahöldunum á þjóðhátíðadaginn 17. júní nk. í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli klukkan 11.00. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, Lúðrasveitin Svanur flytur nokkur lög, Hamrahlíðarkórinn syngur og fjallkonan flytur ávarp. Að lokinni athöfn á Austurvelli verður gengið fylktu liði að kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur fara frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi stundvíslega klukkan 13.00 þar sem lúðrasveitir ganga í broddi fylkingar. Í Hljómskálagarðinum verða skátarnir með leiktæki fyrir gesti og er frítt í tækin. Boðið verður upp á sýningu og kennslu í kvistbolta eða Quidditch sem margir þekkja úr kvikmyndunum um Harry Potter. Þá munu kraftakonur keppa um titilinn Stálkona Íslands, Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði, Stangveiðifélag Íslands kennir flugukast og boðið verður upp á hestasýningu. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður svo boðið upp á harmonikkuball þar sem gestir geta bæði notið tónlistarinnar og dansað. Fyrir yngstu börnin verður Brúðubíllinn í Hljómskálagarðinum og Skoppa og Skrítla verða í Hörpu. Stórtónleikar hefjast svo klukkan 14.00 á sviðinu í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma meðal annarra Herra Hnetusmjör og Huginn, Friðrik Dór, Bríet og GDRN, Emmsjé Gauti & Aron Can ásamt fleirum. Tónleikunum lýkur klukkan 17.00. Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á kökuna í miðbæ Reykjavíkur og verður hún 75 metrar á lengd eða sem samsvarar einni Hallgrímskirkju. Lýðveldiskakan er þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu- rjómaostakremi og marsípani. Þjóðminjasafnið var „morgungjöf“ þjóðarinnar til lýðveldisins eftir stofnun þess 17. júní 1944 og í tilefni tímamótanna verður opnað nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í safninu á þjóðhátíðardaginn klukkan 14.00. Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun vera opin almenningi frá kl. 14.00 til 18.00. Gull og gersemar verða til sýnis í myntsafni Seðlabanka Íslands og gefst gestum og gangandi færi á að handfjatla gullstöng og komist að virði hennar. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur verður hægt að fylgjast með sýndarréttarhöldum, leiðsögn verður um Hæstarétt og fiskar og fræðsla verður hjá Hafrannsóknarstofnun.
Alþingi Tímamót Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira