Banna beinar textalýsingar úr dómsal Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 14:56 Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. Vísir/Hanna Andrésdóttir Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt. Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt.
Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira