Lagði til lægri laun til ráðherra en minnihlutaformennirnir fá Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. júní 2019 06:15 Sigmundur Davíð hefði fengið hærri laun en ráðherrar hefði tillaga hans verið samþykkt. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira