Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 16:04 Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50