Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2019 19:45 Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26