Íhugar að gefa Þjóðminjasafninu símann sem innihélt Klaustursupptökurnar Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 23:45 Bára Halldórsdóttir þurfti að eyða upptökunni sem hún tók af samtali þingmanna á Klaustur bar í nóvember. Vísir/Vilhelm „Ég held það breyti rosalega litlu, þetta er til út um allan fréttaheim,“ sagði Bára Halldórsdóttir þegar hún var spurð hvernig tilfinningin væri að þurfa að eyða hinum frægu Klaustursupptökum. Bára eyddi upptökunum við hátíðlega athöfn á Gauknum í kvöld. Hún segist hafa ákveðið að gera skemmtilegan viðburð í kringum upptökurnar en í maí úrskurðaði Persónuvernd að upptökurnar brytu í bága við persónuverndarlög. Hún sé glöð að geta loksins gert eitthvað skemmtilegt í kringum þetta „leiðindamál“.Sjá einnig: O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Bára sá til þess að allt færi rétt fram og var Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður hennar, með henni uppi á sviði þegar hún eyddi upptökunum og skrásetti það með sínum eigin síma. Það var því enginn vafi á því að Bára hafði í raun og veru eytt upptökunum. Aðspurð hvað yrði um símann sagði Bára að hún hefði hugsað sér að senda símann með upptökunum til Þjóðminjasafnsins. Nú þegar upptökurnar eru ekki lengur á símanum þurfi hún að gera upp við sig hvað verði um símann. „Annað hvort ætla ég að eiga eða senda hann á Þjóðminjasafnið eða ef það er eitthvað góðgerðarmálefni set ég hann á uppboð,“ sagði Bára en bætti við að hann yrði í það minnsta varðveittur á einhvern hátt.Rætt var við Báru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið við hana hér að neðan. Menning Persónuvernd Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Ég held það breyti rosalega litlu, þetta er til út um allan fréttaheim,“ sagði Bára Halldórsdóttir þegar hún var spurð hvernig tilfinningin væri að þurfa að eyða hinum frægu Klaustursupptökum. Bára eyddi upptökunum við hátíðlega athöfn á Gauknum í kvöld. Hún segist hafa ákveðið að gera skemmtilegan viðburð í kringum upptökurnar en í maí úrskurðaði Persónuvernd að upptökurnar brytu í bága við persónuverndarlög. Hún sé glöð að geta loksins gert eitthvað skemmtilegt í kringum þetta „leiðindamál“.Sjá einnig: O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Bára sá til þess að allt færi rétt fram og var Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður hennar, með henni uppi á sviði þegar hún eyddi upptökunum og skrásetti það með sínum eigin síma. Það var því enginn vafi á því að Bára hafði í raun og veru eytt upptökunum. Aðspurð hvað yrði um símann sagði Bára að hún hefði hugsað sér að senda símann með upptökunum til Þjóðminjasafnsins. Nú þegar upptökurnar eru ekki lengur á símanum þurfi hún að gera upp við sig hvað verði um símann. „Annað hvort ætla ég að eiga eða senda hann á Þjóðminjasafnið eða ef það er eitthvað góðgerðarmálefni set ég hann á uppboð,“ sagði Bára en bætti við að hann yrði í það minnsta varðveittur á einhvern hátt.Rætt var við Báru í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið við hana hér að neðan.
Menning Persónuvernd Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59
Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46