Þrettán milljarða króna söluhagnaður Hvals Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:15 Kristján Loftsson forstjóri Hvals. Fréttablaðið/AntonBrink Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda. Alls hagnaðist Hvalur um 14,1 milljarð króna í fyrra. Sem kunnugt er seldi Vogun, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus sem er í eigu Kristjáns og fjölskyldu, samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna en kaupandinn var Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim. Eigið fé Hvals var 26,5 milljarðar króna í lok septembermánaðar í fyrra, í kjölfar sölunnar í HB Granda, en til samanburðar stóð það í 17,3 milljörðum króna á sama tíma árið 2017. Eignir félagsins voru ríflega 28,8 milljarðar króna í lok september í fyrra en þar af átti það tæpa 16,8 milljarða króna á bankainnistæðum og 7,8 milljarða króna í hlutabréfum, til að mynda í Arion banka, Hampiðjunni og Origo, að því er fram kemur í ársreikningnum. Hvalur keypti á rekstrarárinu 3,5 prósenta hlut í sjálfum sér fyrir liðlega 566 milljónir króna en í ársreikningnum er tekið fram að ástæða kaupanna hafi verið óskir tiltekinna hluthafa um að selja hlut sinn. Gengið í viðskiptunum var um 0,6 sinnum bókfært eigið fé félagsins eins og það var í lok september í fyrra. Beinn eignarhlutur forstjórans Kristjáns Loftssonar í Hval jókst úr 1,2 prósentum í 8,7 prósent á síðasta rekstrarári en á móti minnkaði eignarhlutur stærsta hluthafans, Fiskveiðahlutafélagsins Venusar, sem Kristján er í forsvari fyrir, úr 39,5 prósentum í 32,4 prósent. Stjórn Hvals leggur til að greiddur verði arður upp á 1,5 milljarða króna til hluthafa í ár, eftir því sem fram kemur í ársreikningnum. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda. Alls hagnaðist Hvalur um 14,1 milljarð króna í fyrra. Sem kunnugt er seldi Vogun, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus sem er í eigu Kristjáns og fjölskyldu, samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna en kaupandinn var Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim. Eigið fé Hvals var 26,5 milljarðar króna í lok septembermánaðar í fyrra, í kjölfar sölunnar í HB Granda, en til samanburðar stóð það í 17,3 milljörðum króna á sama tíma árið 2017. Eignir félagsins voru ríflega 28,8 milljarðar króna í lok september í fyrra en þar af átti það tæpa 16,8 milljarða króna á bankainnistæðum og 7,8 milljarða króna í hlutabréfum, til að mynda í Arion banka, Hampiðjunni og Origo, að því er fram kemur í ársreikningnum. Hvalur keypti á rekstrarárinu 3,5 prósenta hlut í sjálfum sér fyrir liðlega 566 milljónir króna en í ársreikningnum er tekið fram að ástæða kaupanna hafi verið óskir tiltekinna hluthafa um að selja hlut sinn. Gengið í viðskiptunum var um 0,6 sinnum bókfært eigið fé félagsins eins og það var í lok september í fyrra. Beinn eignarhlutur forstjórans Kristjáns Loftssonar í Hval jókst úr 1,2 prósentum í 8,7 prósent á síðasta rekstrarári en á móti minnkaði eignarhlutur stærsta hluthafans, Fiskveiðahlutafélagsins Venusar, sem Kristján er í forsvari fyrir, úr 39,5 prósentum í 32,4 prósent. Stjórn Hvals leggur til að greiddur verði arður upp á 1,5 milljarða króna til hluthafa í ár, eftir því sem fram kemur í ársreikningnum.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira