Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 18:31 Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. FBL Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús
Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira