Vilja skipta umræðunum í tvennt Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. júní 2019 21:15 Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15