Konan sem sakar Neymar um nauðgun mætti í sjónvarpsviðtal í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 09:30 Neymar og Najila Trindade. Samsett mynd Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019 Brasilía Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019
Brasilía Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira