Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2019 19:13 Skúli Mogensen í Hörpu fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur sakað Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu og höfund nýrrar bókar um fall WOW air, um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins. Þá segir Skúli að frétt Stefáns Einars um WOW, sem birtist í Morgunblaðinu um miðjan september síðastliðinn og hafi innihaldið rangfærslur, hafi haft neikvæð áhrif á skuldabréfaútboð WOW og alla starfsemi félagsins. WOW fór í þrot í lok mars síðastliðinn. Skúli svarar orðum Stefáns Einars í færslu á Facebook. Þar segir Skúli að hann hafi ekki ætlað sér að tjá sig um skrif Stefáns Einars, en að hann geti ekki lengur orða bundist eftir orð sem hann lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Meint aðkoma Airbus Skúli rekur í færslunni sex atriði sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með, meðal annars varðandi aðkomu Airbus að rekstri flugfélagsins á síðustu mánuðum og árum þess. Hann segir meðal annars það vera alfarið rangt að Ben Baldanza hafi komið í stjórn WOW air árið 2016 fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus líkt og Stefán Einar heldur fram. Skúli segir það einnig vera alfarið rangt að hann eða aðrir í stjórn WOW hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annara í flugheiminum og að helmingurinn af sex milljarða skuldabréfa útboði WOW air hafi verið skuldaleiðrétting eða skuldbreyting. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekkert komið fram sem styður þessa fullyrðingu Stefán Einars,“ segir Skúli.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um fall WOW air.VísirFréttin hafði neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli segir ennfremur að Stefán Einar hafi áður borið fram alvarlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem hafi ekki átt við rök að styðjast. „Það er ástæðan fyrir því að ég hafði engan áhuga á að ræða við hann um félagið. Alvarlegast var þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia 2 milljarða í stórri forsíðugrein sem Morgunblaðið birti 15. september 2018 þegar við vorum á loka metrunum við að klára umrætt skuldabréfaútboð. Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isavia var nær einum milljarði á þessum tíma en ekki tveim milljörðum eins og Stefán Einar fullyrti. Þessi frétt og sú umræða sem skapaðist í framhaldinu hafði mjög neikvæð áhrif á skuldabréfaútboðið og starfsemi WOW air. Eins og ég hef ítrekað sagt skorast ég ekki undan ábyrgð minni í falli félagsins og klárlega vildi ég óska þess að við hefðum gert ýmislegt öðruvísi. Ég er sannfærður að það hefði verið hægt að bjarga WOW air og þeim miklu verðmætum sem þar lágu ekki síst fyrir þjóðarbúið og íslenska neytendur. Það líður vart sá klukkutími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frábæra hóp starfsfólks sem gerði WOW að veruleika, farþega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sameiningu,“ segir í færslunni.Sjá má færslu Skúla í heild sinni að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur sakað Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu og höfund nýrrar bókar um fall WOW air, um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins. Þá segir Skúli að frétt Stefáns Einars um WOW, sem birtist í Morgunblaðinu um miðjan september síðastliðinn og hafi innihaldið rangfærslur, hafi haft neikvæð áhrif á skuldabréfaútboð WOW og alla starfsemi félagsins. WOW fór í þrot í lok mars síðastliðinn. Skúli svarar orðum Stefáns Einars í færslu á Facebook. Þar segir Skúli að hann hafi ekki ætlað sér að tjá sig um skrif Stefáns Einars, en að hann geti ekki lengur orða bundist eftir orð sem hann lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Meint aðkoma Airbus Skúli rekur í færslunni sex atriði sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með, meðal annars varðandi aðkomu Airbus að rekstri flugfélagsins á síðustu mánuðum og árum þess. Hann segir meðal annars það vera alfarið rangt að Ben Baldanza hafi komið í stjórn WOW air árið 2016 fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus líkt og Stefán Einar heldur fram. Skúli segir það einnig vera alfarið rangt að hann eða aðrir í stjórn WOW hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annara í flugheiminum og að helmingurinn af sex milljarða skuldabréfa útboði WOW air hafi verið skuldaleiðrétting eða skuldbreyting. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekkert komið fram sem styður þessa fullyrðingu Stefán Einars,“ segir Skúli.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um fall WOW air.VísirFréttin hafði neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli segir ennfremur að Stefán Einar hafi áður borið fram alvarlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem hafi ekki átt við rök að styðjast. „Það er ástæðan fyrir því að ég hafði engan áhuga á að ræða við hann um félagið. Alvarlegast var þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia 2 milljarða í stórri forsíðugrein sem Morgunblaðið birti 15. september 2018 þegar við vorum á loka metrunum við að klára umrætt skuldabréfaútboð. Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isavia var nær einum milljarði á þessum tíma en ekki tveim milljörðum eins og Stefán Einar fullyrti. Þessi frétt og sú umræða sem skapaðist í framhaldinu hafði mjög neikvæð áhrif á skuldabréfaútboðið og starfsemi WOW air. Eins og ég hef ítrekað sagt skorast ég ekki undan ábyrgð minni í falli félagsins og klárlega vildi ég óska þess að við hefðum gert ýmislegt öðruvísi. Ég er sannfærður að það hefði verið hægt að bjarga WOW air og þeim miklu verðmætum sem þar lágu ekki síst fyrir þjóðarbúið og íslenska neytendur. Það líður vart sá klukkutími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frábæra hóp starfsfólks sem gerði WOW að veruleika, farþega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sameiningu,“ segir í færslunni.Sjá má færslu Skúla í heild sinni að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53
Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30
Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45