Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2019 22:10 Loftbelgurinn kominn á loft við Loftleiðahótelið í kvöld, tjóðraður við öryggisbönd. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Áhorfendur gátu séð loftbelgsstjórana senda gaslogana inn í belginn til að hita upp loftið um leið og rætt var við Matthías Sveinbjörnsson, forseta Flugmálafélags Íslands, um borð í körfu loftbelgsins. Hann lyftist svo frá jörðinni rétt eftir að útsendingunni sleppti.Forseti Flugmálafélagsins á tali við fréttamann Stöðvar 2 eftir að loftbelgurinn sleppti jörðinni. Fullmikil gjóla kom í veg fyrir að öryggisböndin yrðu losuð og belgurinn færi í frjálst flug.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugið í kvöld var þó bara örstutt, miðað við flugið í gærkvöldi. Þegar loftbelgurinn var kominn í nokkurra metra hæð við Loftleiðahótelið var ákveðið að losa ekki öryggisböndin, sem hefðu sleppt honum lausum á flug. Gjóla af suðvestri þótti fullmikil, að mati stjórnenda belgsins, en vindurinn hefði beint honum í átt að byggingarkrönum á Valssvæðinu. Loftbelgsstjórarnir Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð sýndu áhorfendum í beinni útsendingu hvernig loftið inni í belgnum er hitað upp, en við það verður það léttara en loftið utan belgsins og lyftikraftur skapast.Gasloginn hitar upp loftið inni í belgnum og þannig skapast lyftikrafturinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt skýrði Matthías frá helstu dagskráratriðum flugdagsins milli klukkan 12 og 16 á morgun en flugatriðin verða milli klukkan 13 og 15. „Það eru tugir loftfara sem verða til sýnis á jörðinni og síðan á annan tug véla sem verða á lofti, - þeirra á meðal þessi loftbelgur, - alveg frá stærstu þotum, eins og Boeing 757 frá Icelandair og alveg niður í smæstu dróna, og allt þar á milli. Þannig að við erum að reyna að sýna flóru flugsins á Íslandi,“ sagði Matthías.Frá loftbelgsfluginu yfir Reykjavík í gærkvöldi.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.Sjálfur var hann í loftbelgnum þegar hann flaug yfir borgina í seint gærkvöldi. „Það er alveg stórkostleg tilfinning. Það er varla hægt að lýsa því.“ Matthías var einnig farþegi um borð í Catalina-flugbátnum þegar hann lenti á Þingvallavatni síðdegis í gær. Hann segir að það verði ævintýri að sjá hana á lofti á flugsýningunni, sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi.Horft úr Catalinu yfir Þingvallavatn síðdegis í gær. Sandey sést næst.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.„Það var virkilega gaman að sjá þessa vél sem er svo stór hluti af íslenskri flugsögu, að vera með okkur á þessum tímamótum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Matthías. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum í kvöld: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Áhorfendur gátu séð loftbelgsstjórana senda gaslogana inn í belginn til að hita upp loftið um leið og rætt var við Matthías Sveinbjörnsson, forseta Flugmálafélags Íslands, um borð í körfu loftbelgsins. Hann lyftist svo frá jörðinni rétt eftir að útsendingunni sleppti.Forseti Flugmálafélagsins á tali við fréttamann Stöðvar 2 eftir að loftbelgurinn sleppti jörðinni. Fullmikil gjóla kom í veg fyrir að öryggisböndin yrðu losuð og belgurinn færi í frjálst flug.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugið í kvöld var þó bara örstutt, miðað við flugið í gærkvöldi. Þegar loftbelgurinn var kominn í nokkurra metra hæð við Loftleiðahótelið var ákveðið að losa ekki öryggisböndin, sem hefðu sleppt honum lausum á flug. Gjóla af suðvestri þótti fullmikil, að mati stjórnenda belgsins, en vindurinn hefði beint honum í átt að byggingarkrönum á Valssvæðinu. Loftbelgsstjórarnir Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð sýndu áhorfendum í beinni útsendingu hvernig loftið inni í belgnum er hitað upp, en við það verður það léttara en loftið utan belgsins og lyftikraftur skapast.Gasloginn hitar upp loftið inni í belgnum og þannig skapast lyftikrafturinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt skýrði Matthías frá helstu dagskráratriðum flugdagsins milli klukkan 12 og 16 á morgun en flugatriðin verða milli klukkan 13 og 15. „Það eru tugir loftfara sem verða til sýnis á jörðinni og síðan á annan tug véla sem verða á lofti, - þeirra á meðal þessi loftbelgur, - alveg frá stærstu þotum, eins og Boeing 757 frá Icelandair og alveg niður í smæstu dróna, og allt þar á milli. Þannig að við erum að reyna að sýna flóru flugsins á Íslandi,“ sagði Matthías.Frá loftbelgsfluginu yfir Reykjavík í gærkvöldi.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.Sjálfur var hann í loftbelgnum þegar hann flaug yfir borgina í seint gærkvöldi. „Það er alveg stórkostleg tilfinning. Það er varla hægt að lýsa því.“ Matthías var einnig farþegi um borð í Catalina-flugbátnum þegar hann lenti á Þingvallavatni síðdegis í gær. Hann segir að það verði ævintýri að sjá hana á lofti á flugsýningunni, sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi.Horft úr Catalinu yfir Þingvallavatn síðdegis í gær. Sandey sést næst.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.„Það var virkilega gaman að sjá þessa vél sem er svo stór hluti af íslenskri flugsögu, að vera með okkur á þessum tímamótum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Matthías. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum í kvöld:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41