Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Hörður Ægisson skrifar 22. maí 2019 06:00 Sigríður var framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka á árunum 2011 til 2016. Fréttablaðið/Pjetur Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24