„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 13:25 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/Vilhelm Lögmenn bandarísku flugvélaleigunnar ALC og Isavia tókust enn á um farþegaflugvél sem Isavia kyrrsetti til að tryggja skuldir Wow air í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Leigan krefst þess að Isavia afhendi þotuna en Isavia vill bíða úrskurðar Landsréttar um fyrra mál. Lögmaður ALC segir málið í „réttarfarslegri klemmu“. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar Wow air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, ekki fyrir allri skuld Wow air sem sögð er um tveir milljarðar króna. Isavia kærði úrskurð héraðsdóms frá 2. maí til Landsréttar. Eftir að úrskurðurinn í héraði lá fyrir greiddi ALC Isavia um 87 milljónir króna sem flugvélaleigan taldi að væri sá hluti skuldar Wow air sem væri tilkominn vegna þotunnar. Þá lagði það fram aðra aðfararbeiðni um að fá þotuna afhenta.Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Vísir/VilhelmIsavia segist enn hafa rétt til tryggja alla skuldina Tekist var á um seinni aðfararbeiðnina í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að fyrirtækið telji sig hafa forræði til að haga sér í samræmi við forsendur fyrri úrskurðar héraðsdóms. Isavia hafi ekki rétt á að kæra úrskurðinn til Landsréttar til að reyna að fá forsendum hans hnekkt. „Þetta er svona réttarfarsleg klemma má segja sem málið er í sem verður væntanlega leyst úr á næstu dögum,“ segir Oddur sem telur að næst á dagskrá sé að undirbúa skaðabótamál gegn Isavia vegna tjóns sem ALC hafi orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar.Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia.Vísir/VilhelmGrímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, segist hafa öll sömu rök uppi og þegar upphaflega aðfararbeiðnin var tekin fyrir. Isavia telji sér heimilt samkvæmt lögum að aftra för loftfars þar til öll skuld umráðamanns þess hafi verið greidd. Óumdeilt sé að hún hafi ekki verið greidd að fullu og á meðan megi Isavia aftra för þotunnar. Málið segir hann snúast um tvennt í grófum dráttum. Annars vegar hvort að ALC geti höfðað tvö mál á sama tíma og hins vegar hvort að greiðslan sem fyrirtækið innti af hendi sé nóg til að fá þotuna lausa. Varðandi féð sem ALC greiddi Isavia segir Grímur að upphæðin hafi byggst á útreikningi flugvélaleigunnar á skuld Wow air vegna þotunnar. Isavia telji hins vegar vonlaust að sjá af þeim útreikningum hvort það sé rétt. Ítarlegri greiningar sé þörf en hægt sé að gera í aðfararbeiðni af þessu tagi. „Isavia hefur ekki farið í þá vinnu af því að Isavia telur að þeir útreikningar skipti ekki máli því allur málflutningurinn byggir á því að flugvélin tryggi alla skuldina,“ segir Grímur. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Lögmenn bandarísku flugvélaleigunnar ALC og Isavia tókust enn á um farþegaflugvél sem Isavia kyrrsetti til að tryggja skuldir Wow air í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Leigan krefst þess að Isavia afhendi þotuna en Isavia vill bíða úrskurðar Landsréttar um fyrra mál. Lögmaður ALC segir málið í „réttarfarslegri klemmu“. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar Wow air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, ekki fyrir allri skuld Wow air sem sögð er um tveir milljarðar króna. Isavia kærði úrskurð héraðsdóms frá 2. maí til Landsréttar. Eftir að úrskurðurinn í héraði lá fyrir greiddi ALC Isavia um 87 milljónir króna sem flugvélaleigan taldi að væri sá hluti skuldar Wow air sem væri tilkominn vegna þotunnar. Þá lagði það fram aðra aðfararbeiðni um að fá þotuna afhenta.Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Vísir/VilhelmIsavia segist enn hafa rétt til tryggja alla skuldina Tekist var á um seinni aðfararbeiðnina í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að fyrirtækið telji sig hafa forræði til að haga sér í samræmi við forsendur fyrri úrskurðar héraðsdóms. Isavia hafi ekki rétt á að kæra úrskurðinn til Landsréttar til að reyna að fá forsendum hans hnekkt. „Þetta er svona réttarfarsleg klemma má segja sem málið er í sem verður væntanlega leyst úr á næstu dögum,“ segir Oddur sem telur að næst á dagskrá sé að undirbúa skaðabótamál gegn Isavia vegna tjóns sem ALC hafi orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar.Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia.Vísir/VilhelmGrímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, segist hafa öll sömu rök uppi og þegar upphaflega aðfararbeiðnin var tekin fyrir. Isavia telji sér heimilt samkvæmt lögum að aftra för loftfars þar til öll skuld umráðamanns þess hafi verið greidd. Óumdeilt sé að hún hafi ekki verið greidd að fullu og á meðan megi Isavia aftra för þotunnar. Málið segir hann snúast um tvennt í grófum dráttum. Annars vegar hvort að ALC geti höfðað tvö mál á sama tíma og hins vegar hvort að greiðslan sem fyrirtækið innti af hendi sé nóg til að fá þotuna lausa. Varðandi féð sem ALC greiddi Isavia segir Grímur að upphæðin hafi byggst á útreikningi flugvélaleigunnar á skuld Wow air vegna þotunnar. Isavia telji hins vegar vonlaust að sjá af þeim útreikningum hvort það sé rétt. Ítarlegri greiningar sé þörf en hægt sé að gera í aðfararbeiðni af þessu tagi. „Isavia hefur ekki farið í þá vinnu af því að Isavia telur að þeir útreikningar skipti ekki máli því allur málflutningurinn byggir á því að flugvélin tryggi alla skuldina,“ segir Grímur.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03
ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45