Sendi nektarmyndir af barnsmóður sinni á yfir 200 netföng Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2019 06:00 Úr húsnæði Landsréttar í Kópavogi. Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með dreifingu nektarmynda af henni, skuli sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent myndirnar á 235 netföng og að hafa birt þær á samfélagsmiðlum. Myndirnar á hann meðal annars að hafa sent til fjölskyldu konunnar, vina hennar, foreldra barna í bekk sonar þeirra og fleiri. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins hafi hafist í febrúar þegar konan lagði fram kæru á hendur manninum. Hún lýsti því í skýrslutökum að síðastliðin fjögur ár hefði maðurinn beitt hana miklu andlegu ofbeldi, og sagði hann hafa tryllst þegar hún vísaði honum út af heimili sínu. Í kjölfarið hefði hann byrjað að dreifa um tuttugu nektarmyndum af henni, sparkað í síðu hennar, hellt yfir hana mjólk og slegið son þeirra kinnhest. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að í febrúar og mars hafi 121 tölvupóstur verið sendur á 235 mismunandi netföng, en talið er að fleiri en einn viðtakandi geti verið að baki nokkrum þeirra póstfanga. Afrit af meirihluta tölvupóstanna var sent konunni. Maðurinn hefur neitað að tjá sig við lögreglu, að öðru leyti en því að hann kannist ekki við netföngin sem tölvupóstarnir voru sendir úr. Héraðsdómur féllst á að rökstuddur grunur væri um að hann hefði gerst sekur um brotin, og taldi ekki útilokað að hann gæti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, gangi hann laus. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með dreifingu nektarmynda af henni, skuli sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent myndirnar á 235 netföng og að hafa birt þær á samfélagsmiðlum. Myndirnar á hann meðal annars að hafa sent til fjölskyldu konunnar, vina hennar, foreldra barna í bekk sonar þeirra og fleiri. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins hafi hafist í febrúar þegar konan lagði fram kæru á hendur manninum. Hún lýsti því í skýrslutökum að síðastliðin fjögur ár hefði maðurinn beitt hana miklu andlegu ofbeldi, og sagði hann hafa tryllst þegar hún vísaði honum út af heimili sínu. Í kjölfarið hefði hann byrjað að dreifa um tuttugu nektarmyndum af henni, sparkað í síðu hennar, hellt yfir hana mjólk og slegið son þeirra kinnhest. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að í febrúar og mars hafi 121 tölvupóstur verið sendur á 235 mismunandi netföng, en talið er að fleiri en einn viðtakandi geti verið að baki nokkrum þeirra póstfanga. Afrit af meirihluta tölvupóstanna var sent konunni. Maðurinn hefur neitað að tjá sig við lögreglu, að öðru leyti en því að hann kannist ekki við netföngin sem tölvupóstarnir voru sendir úr. Héraðsdómur féllst á að rökstuddur grunur væri um að hann hefði gerst sekur um brotin, og taldi ekki útilokað að hann gæti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, gangi hann laus.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira