Ríkið greiði 1,2 milljarða fyrir Geysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 06:20 Deilur höfðu staðið um landið árum saman áður en fallist var á kaup ríkisins á svæðinu árið 2016. FBL/gva Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram að upphæðin nemi 1,2 milljörðum króna ásamt vöxtum og verðbótum og er það sagt samkvæmt yfirverðmati á verðmæti eignarinnar. Í október 2016 tilkynnti fjármálaráðuneytið að undirritaður hefði verið samningur við Landeigendafélag Geysis um kaup ríkisins á öllum eignarhluta félagsins innan girðingar á Geysissvæðinu eftir áralangar viðræður. Landeigendur voru ósáttir með framgöngu ríkisins í málinu og hefur verið tíðrætt um að þeir hafi verið þvingaðir til að skrifa undir samninginn þar sem landið hefði annars verið tekið eignarnámi. Svæðið innan girðingar á Geysi er um 19,9 hektarar að stærð. Ríkið átti um 2,3 hektara fyrir miðju svæðisins þar sem hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Óþverrishola eru. 17,6 hektarar voru í sameign ríkisins og Landeigendafélagsins.Sjá einnig: Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Ekki náðist samkomulag um verðið á sínum tíma og var því skipuð matsnefnd til að ákvarða kaupverðið. Þrír einstaklingar sátu í nefndina, einn frá hvorum deiluaðila auk oddamanns, og mátu þeir að verðið væri um 1,1 milljarður króna. Ríkið vísaði því verði hins vegar til yfirmats, þar sem tveir frá hvorum aðila auk oddamanns ákvörðuðu að verðið væri nokkurn veginn það sama og undirmatið komst að: 1,2 milljarðar, með vöxtum og verðbótum sem fyrr segir. Garðar Eiríksson, formaður Landeigendafélags Geysis, gat þó ekki staðfest tölurnar við Morgunblaðið. Deilt hafði verið um landsvæðið árum saman. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október ári síðar að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram að upphæðin nemi 1,2 milljörðum króna ásamt vöxtum og verðbótum og er það sagt samkvæmt yfirverðmati á verðmæti eignarinnar. Í október 2016 tilkynnti fjármálaráðuneytið að undirritaður hefði verið samningur við Landeigendafélag Geysis um kaup ríkisins á öllum eignarhluta félagsins innan girðingar á Geysissvæðinu eftir áralangar viðræður. Landeigendur voru ósáttir með framgöngu ríkisins í málinu og hefur verið tíðrætt um að þeir hafi verið þvingaðir til að skrifa undir samninginn þar sem landið hefði annars verið tekið eignarnámi. Svæðið innan girðingar á Geysi er um 19,9 hektarar að stærð. Ríkið átti um 2,3 hektara fyrir miðju svæðisins þar sem hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Óþverrishola eru. 17,6 hektarar voru í sameign ríkisins og Landeigendafélagsins.Sjá einnig: Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Ekki náðist samkomulag um verðið á sínum tíma og var því skipuð matsnefnd til að ákvarða kaupverðið. Þrír einstaklingar sátu í nefndina, einn frá hvorum deiluaðila auk oddamanns, og mátu þeir að verðið væri um 1,1 milljarður króna. Ríkið vísaði því verði hins vegar til yfirmats, þar sem tveir frá hvorum aðila auk oddamanns ákvörðuðu að verðið væri nokkurn veginn það sama og undirmatið komst að: 1,2 milljarðar, með vöxtum og verðbótum sem fyrr segir. Garðar Eiríksson, formaður Landeigendafélags Geysis, gat þó ekki staðfest tölurnar við Morgunblaðið. Deilt hafði verið um landsvæðið árum saman. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október ári síðar að gjaldtakan hefði verið ólögmæt.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00
Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45