Stóðu orkupakkavaktina til sex Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 06:33 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, í þingsal en hún lét sig ekki vanta í umræðurnar í nótt. vísir/vilhelm Miðflokksmenn á Alþingi héldu málþófi sínu áfram í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann. Umræður um hann hófust um klukkan fjögur síðdegis og stóðu til klukkan sex í morgun. Sem fyrr voru þingmenn Miðflokksins einir um hituna og ræddu málið við hvorn annan fram á morgun. Þetta var fjórði næturfundurinn á síðustu dögum þar sem Miðflokksfólk hefur rætt sín á milli um orkupakkann. Umræða næturinnar stóð yfir í rúma fjórtán tíma sem fyrr segir. Það er ívið skemur en orkupakkaumræða þriðjudagsins, sem varði í 19 klukkustundir. Klukkan sex sleit Guðjón Bránsson, einn af forsetum þingsins, fundi og frestaði umræðunni. Næsti þingfundur verður klukkan 15:30 síðdegis og þar er þriðji orkupakkinn fyrsta mál á dagskrá. Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir en þingsins bíða á fimmta hundrað verkefni. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17 Fleiri boðaðir þingfundir vegna málþófs Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Miðflokksmenn á Alþingi héldu málþófi sínu áfram í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann. Umræður um hann hófust um klukkan fjögur síðdegis og stóðu til klukkan sex í morgun. Sem fyrr voru þingmenn Miðflokksins einir um hituna og ræddu málið við hvorn annan fram á morgun. Þetta var fjórði næturfundurinn á síðustu dögum þar sem Miðflokksfólk hefur rætt sín á milli um orkupakkann. Umræða næturinnar stóð yfir í rúma fjórtán tíma sem fyrr segir. Það er ívið skemur en orkupakkaumræða þriðjudagsins, sem varði í 19 klukkustundir. Klukkan sex sleit Guðjón Bránsson, einn af forsetum þingsins, fundi og frestaði umræðunni. Næsti þingfundur verður klukkan 15:30 síðdegis og þar er þriðji orkupakkinn fyrsta mál á dagskrá. Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir en þingsins bíða á fimmta hundrað verkefni. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17 Fleiri boðaðir þingfundir vegna málþófs Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17
Fleiri boðaðir þingfundir vegna málþófs Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. 23. maí 2019 06:00