Helga Lind Mar nýr framkvæmdastjóri SHÍ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 20:55 Helga Lind Mar er nýr framkvæmdastjóri SHÍ. Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira