Þristur á leiðinni til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2019 13:15 Fjöldi fólks nýtti sér tækifærin sem gáfust til að skoða þessa fornfrægu stríðsgripi á Reykjavíkurflugvelli í vikunni sem leið. Stöð 2/KMU. Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku til að taka þátt í minningarathöfnum í Frakklandi vegna D-dagsins fyrir 75 árum, upphafsdags innrásar Bandamanna í Normandí. Flugvélin, sem nú er væntanleg, ber gæluheitið Miss Montana og er af hergerðinni C-47, smíðuð undir stríðslok árið 1945. Vélin var í nótt í Iqaluit við Frobisher-flóa, höfuðstað Baffinslands, en flaug í morgun til Kangerlussuaq á Grænlandi, þar sem hún lenti um hádegisbil. Eftir eldsneytisáfyllingu var haldið í loftið á ný upp úr klukkan eitt og áætlar áhöfnin að lenda í Reykjavík um sexleytið í kvöld.Íslenska þristinum Páli Sveinssyni var flogið frá Akureyri á fimmtudagskvöld til móts við þristahópinn á Reykjavíkurflugvelli.Stöð 2/KMU.Þá verða aðeins tveir þristar ókomnir af þeim fjórtán sem gert er ráð fyrir að fljúgi frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast stríðsatburðanna. Búist er við öðrum þeirra á morgun en flugáætlun hans liggur ekki nánar fyrir, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson er nú á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Hann kom til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld eftir að flugvirkjar luku viðgerð á bilun í hreyfli á Akureyrarflugvelli. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku til að taka þátt í minningarathöfnum í Frakklandi vegna D-dagsins fyrir 75 árum, upphafsdags innrásar Bandamanna í Normandí. Flugvélin, sem nú er væntanleg, ber gæluheitið Miss Montana og er af hergerðinni C-47, smíðuð undir stríðslok árið 1945. Vélin var í nótt í Iqaluit við Frobisher-flóa, höfuðstað Baffinslands, en flaug í morgun til Kangerlussuaq á Grænlandi, þar sem hún lenti um hádegisbil. Eftir eldsneytisáfyllingu var haldið í loftið á ný upp úr klukkan eitt og áætlar áhöfnin að lenda í Reykjavík um sexleytið í kvöld.Íslenska þristinum Páli Sveinssyni var flogið frá Akureyri á fimmtudagskvöld til móts við þristahópinn á Reykjavíkurflugvelli.Stöð 2/KMU.Þá verða aðeins tveir þristar ókomnir af þeim fjórtán sem gert er ráð fyrir að fljúgi frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast stríðsatburðanna. Búist er við öðrum þeirra á morgun en flugáætlun hans liggur ekki nánar fyrir, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson er nú á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Hann kom til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld eftir að flugvirkjar luku viðgerð á bilun í hreyfli á Akureyrarflugvelli.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15