Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2019 08:43 Netanjahú hótaði að leysa upp þingið gefi einn væntanlegra samstarfsflokka í ríkisstjórn ekki eftir. Vísir/EPA Kjósa þarf aftur í Ísrael takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn þar áður en morgundagurinn er liðinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær þegar hann lýsti sérstökum stuðningi við Benjamín Netanjahú og Líkúdflokk hans. Ríkisstjórn Netanjahú hélt velli í þingkosningum í byrjun apríl þrátt fyrir að hann eigi yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu í embætti. Líkúdflokkurinn fékk flest sæti á þinginu og hefði ríkisstjórn hefðbundinna bandalagsflokka hans tíu sæta meirihluta. Erfiðlega hefur þó gengið að koma ríkisstjórninni saman og þurfti Netanjahú nýlega að óska eftir fresti hjá Reuven Rivlin forseta til að mynda ríkisstjórn til 29. maí. Í sjónvarpsávarpi í gær kenndi Netanjahú Avigdor Lieberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og leiðtoga Yisrael Beiteinu-flokksins, um þráteflið og hvatti hann til að setja hagsmuni þjóðarinnar ofar öðrum. Liberman vill að strangtrúaðir gyðingar geti verið kallaðir upp í herinn eins og aðrir ungir karlar. Því hafa strangtrúaðir bandamenn Netanjahú mótmælt. Þingið samþykkti ályktun í gær um að það skuli leyst upp liggi samkomulag um myndun ríkisstjórnar ekki fyrir seint á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá þyrftu Ísraelar að ganga aftur til kosninga. Trump Bandaríkjaforseti hlutaðist um stjórnarmyndunina í gær þegar hann tísti stuðningi við Netanjahú. „Vona að hlutirnir gangi upp í stjórnarmyndunarviðræðum í Ísrael og að Bibi [Netanjahú] og ég getum haldið áfram að gera bandalagið á milli Bandaríkjanna og Ísraels sterkar en nokkru sinni áður. Margt er enn ógert!“ tísti Trump.Hoping things will work out with Israel's coalition formation and Bibi and I can continue to make the alliance between America and Israel stronger than ever. A lot more to do!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2019 Í kosningabaráttunni veitti Trump vini sínum Netanjahú einnig stóran sigur aðeins tveimur vikum fyrir kjördag þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn myndu viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Ísraelar hertóku landsvæðið í sex daga stríðinu árið 1967 og hafa í reynd innlimað það. Netanjahú hefur verið umsetinn undanfarna mánuði. Fyrr á þessu ári kom í ljós að ríkissaksóknari ætlaði að ákæra forsætisráðherrann fyrir spillingu. Netanjahú er meðal annars sakaður um að hafa þegið mútur og gefið pólitíska greiða gegn hagfelldri fjölmiðlaumfjöllun. Tugir þúsunda manna mótmæltu tilraunum Netanjahú til að tryggja sér friðhelgi fyrir ákæru á götum Tel Aviv á laugardagskvöld. Fyrir tveimur vikum freistaði Netanjahú þess að gera bindandi samkomulag við væntanlega samstarfsflokka í ríkisstjórn um frumvarp sem hefði gefið honum friðhelgi fyrir saksókn á meðan hann er í embætti.Áætlað er að um 50.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn Netanjahú í Tel Aviv á laugardag.Vísir/EPA Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54 Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Sjá meira
Kjósa þarf aftur í Ísrael takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn þar áður en morgundagurinn er liðinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær þegar hann lýsti sérstökum stuðningi við Benjamín Netanjahú og Líkúdflokk hans. Ríkisstjórn Netanjahú hélt velli í þingkosningum í byrjun apríl þrátt fyrir að hann eigi yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu í embætti. Líkúdflokkurinn fékk flest sæti á þinginu og hefði ríkisstjórn hefðbundinna bandalagsflokka hans tíu sæta meirihluta. Erfiðlega hefur þó gengið að koma ríkisstjórninni saman og þurfti Netanjahú nýlega að óska eftir fresti hjá Reuven Rivlin forseta til að mynda ríkisstjórn til 29. maí. Í sjónvarpsávarpi í gær kenndi Netanjahú Avigdor Lieberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og leiðtoga Yisrael Beiteinu-flokksins, um þráteflið og hvatti hann til að setja hagsmuni þjóðarinnar ofar öðrum. Liberman vill að strangtrúaðir gyðingar geti verið kallaðir upp í herinn eins og aðrir ungir karlar. Því hafa strangtrúaðir bandamenn Netanjahú mótmælt. Þingið samþykkti ályktun í gær um að það skuli leyst upp liggi samkomulag um myndun ríkisstjórnar ekki fyrir seint á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá þyrftu Ísraelar að ganga aftur til kosninga. Trump Bandaríkjaforseti hlutaðist um stjórnarmyndunina í gær þegar hann tísti stuðningi við Netanjahú. „Vona að hlutirnir gangi upp í stjórnarmyndunarviðræðum í Ísrael og að Bibi [Netanjahú] og ég getum haldið áfram að gera bandalagið á milli Bandaríkjanna og Ísraels sterkar en nokkru sinni áður. Margt er enn ógert!“ tísti Trump.Hoping things will work out with Israel's coalition formation and Bibi and I can continue to make the alliance between America and Israel stronger than ever. A lot more to do!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2019 Í kosningabaráttunni veitti Trump vini sínum Netanjahú einnig stóran sigur aðeins tveimur vikum fyrir kjördag þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn myndu viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Ísraelar hertóku landsvæðið í sex daga stríðinu árið 1967 og hafa í reynd innlimað það. Netanjahú hefur verið umsetinn undanfarna mánuði. Fyrr á þessu ári kom í ljós að ríkissaksóknari ætlaði að ákæra forsætisráðherrann fyrir spillingu. Netanjahú er meðal annars sakaður um að hafa þegið mútur og gefið pólitíska greiða gegn hagfelldri fjölmiðlaumfjöllun. Tugir þúsunda manna mótmæltu tilraunum Netanjahú til að tryggja sér friðhelgi fyrir ákæru á götum Tel Aviv á laugardagskvöld. Fyrir tveimur vikum freistaði Netanjahú þess að gera bindandi samkomulag við væntanlega samstarfsflokka í ríkisstjórn um frumvarp sem hefði gefið honum friðhelgi fyrir saksókn á meðan hann er í embætti.Áætlað er að um 50.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn Netanjahú í Tel Aviv á laugardag.Vísir/EPA
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54 Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Sjá meira
Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47
Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30
Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24