Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 11:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira