Fá lóðir undir fjölda íbúða í Skerjafirði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. maí 2019 08:45 Pétur Marteinsson. Borgarráð samþykkti í liðnum mánuði að veita félagi í eigu meðal annars Hauks Guðmundssonar og Péturs Marteinssonar lóðavilyrði til uppbyggingar á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerjafirði. Er Kvika banki sagður áhugasamur um að fjármagna verkefnið. Gert er ráð fyrir því að allt að 72 íbúðir verði reistar á umræddri lóð í Skerjafirði en félagið sem hefur fengið lóðavilyrðið, HOOS, sem er að fullu í eigu Frambúðar, hefur undanfarið átt í viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um uppbygginguna. Frambúð er að helmingi í eigu Hauks Guðmundssonar fjárfestis en Pétur Marteinsson og Guðmundur Kristján Jónsson fara báðir með fjórðungshlut í félaginu, að því er fram kemur í minnisblaði sem KPMG tók saman að beiðni Reykjavíkurborgar. Í minnisblaðinu segir jafnframt að Kvika banki, ráðgjafi Frambúðar, sé áhugasamur um að fjármagna framkvæmdina, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en áætlaður byggingarkostnaður er um 1,6 milljarðar króna. Við mat á ætluðu eiginfjárframlagi Frambúðar er gert ráð fyrir að allar íbúðir verði afhentar í fyrsta áfanga og að verð fyrir 41 fermetra íbúð verði 28 milljónir króna. Er þannig áætlað heildarsöluverðmæti íbúðanna um tveir milljarðar króna. Enn fremur kemur fram að Frambúð muni bjóða kaupendum brúarlán fyrir allt að tíu prósentum af kaupverði sem ekki yrði tryggt með veði í eigninni. Á móti mun félagið eiga forkaupsrétt að íbúðum á upprunalegu kaupverði þar til brúarlánið hefur verið greitt. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Borgarráð samþykkti í liðnum mánuði að veita félagi í eigu meðal annars Hauks Guðmundssonar og Péturs Marteinssonar lóðavilyrði til uppbyggingar á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerjafirði. Er Kvika banki sagður áhugasamur um að fjármagna verkefnið. Gert er ráð fyrir því að allt að 72 íbúðir verði reistar á umræddri lóð í Skerjafirði en félagið sem hefur fengið lóðavilyrðið, HOOS, sem er að fullu í eigu Frambúðar, hefur undanfarið átt í viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um uppbygginguna. Frambúð er að helmingi í eigu Hauks Guðmundssonar fjárfestis en Pétur Marteinsson og Guðmundur Kristján Jónsson fara báðir með fjórðungshlut í félaginu, að því er fram kemur í minnisblaði sem KPMG tók saman að beiðni Reykjavíkurborgar. Í minnisblaðinu segir jafnframt að Kvika banki, ráðgjafi Frambúðar, sé áhugasamur um að fjármagna framkvæmdina, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en áætlaður byggingarkostnaður er um 1,6 milljarðar króna. Við mat á ætluðu eiginfjárframlagi Frambúðar er gert ráð fyrir að allar íbúðir verði afhentar í fyrsta áfanga og að verð fyrir 41 fermetra íbúð verði 28 milljónir króna. Er þannig áætlað heildarsöluverðmæti íbúðanna um tveir milljarðar króna. Enn fremur kemur fram að Frambúð muni bjóða kaupendum brúarlán fyrir allt að tíu prósentum af kaupverði sem ekki yrði tryggt með veði í eigninni. Á móti mun félagið eiga forkaupsrétt að íbúðum á upprunalegu kaupverði þar til brúarlánið hefur verið greitt.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira