Með barefli inni á skemmtistað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 08:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inn á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira