Óska eftir rannsókn á meintum ólöglegum veiðum Hvals hf. Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2019 06:15 Í hvalstöðinni í Hvalfirði. Fréttablaðið/Vilhelm Jarðarvinir hafa óskað eftir því að lögreglustjórinn á Vesturlandi taki til tafarlausrar rannsóknar og eftir atvikum sæki forsvarsmenn Hvals hf. til saka þar sem þeir telja veiðileyfi þeirra hafa runnið út árið 2018. Fréttablaðið greindi frá því þann 20. apríl síðastliðinn að Jarðarvinir teldu hvalveiðar Hvals hf. árið 2018 hafa verið ólöglegar. Veiðileyfið hafi í raun runnið út vegna þess að þeir héldu ekkert til veiða árin 2016 og 2017. Lagarök Jarðarvina eru þau að samkvæmt fyrstu grein laga um hvalveiðar sé það skilyrði að fyrirtæki uppfylli lög um fiskveiðar. Í lögum um stjórn fiskveiða er síðan gerð grein fyrir því að veiðileyfi í atvinnuskyni falli niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til veiða í 12 mánuði. Í lögum um hvalveiðar segir að brot varði allt að sex mánaða fangelsi, upptöku á veiðitækjum skips, byssum, skotlínum, skotfærum svo og öllum afla skipsins. Einnig er talað um að kyrrsetja skuli skip sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum þegar það kemur til hafnar og er ekki heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvalds gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt. „Ákvæði þessi eru skýr og refsiheimildir ótvíræðar,“ segir í bréfi Jarðarvina til lögreglustjórans á Vesturlandi sem dagsett er þann 29. apríl síðastliðinn. Auk þessarar kæru hefur lögreglustjórinn á Vesturlandi tvær aðrar kærur til rannsóknar. Hvalur hf. skar aldrei hval innandyra eins og átti að gera en talað var um í reglugerð frá árinu 2010 að skera ætti hval á yfirbyggðum skurðfleti. Einnig hefur lögreglustjórinn til rannsóknar meint brot skipstjóra Hvals hf. hvað varðar vanrækslu á skilum dagbóka skipstjóra til Fiskistofu árin 2014-2018. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Jarðarvinir hafa óskað eftir því að lögreglustjórinn á Vesturlandi taki til tafarlausrar rannsóknar og eftir atvikum sæki forsvarsmenn Hvals hf. til saka þar sem þeir telja veiðileyfi þeirra hafa runnið út árið 2018. Fréttablaðið greindi frá því þann 20. apríl síðastliðinn að Jarðarvinir teldu hvalveiðar Hvals hf. árið 2018 hafa verið ólöglegar. Veiðileyfið hafi í raun runnið út vegna þess að þeir héldu ekkert til veiða árin 2016 og 2017. Lagarök Jarðarvina eru þau að samkvæmt fyrstu grein laga um hvalveiðar sé það skilyrði að fyrirtæki uppfylli lög um fiskveiðar. Í lögum um stjórn fiskveiða er síðan gerð grein fyrir því að veiðileyfi í atvinnuskyni falli niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til veiða í 12 mánuði. Í lögum um hvalveiðar segir að brot varði allt að sex mánaða fangelsi, upptöku á veiðitækjum skips, byssum, skotlínum, skotfærum svo og öllum afla skipsins. Einnig er talað um að kyrrsetja skuli skip sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum þegar það kemur til hafnar og er ekki heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvalds gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt. „Ákvæði þessi eru skýr og refsiheimildir ótvíræðar,“ segir í bréfi Jarðarvina til lögreglustjórans á Vesturlandi sem dagsett er þann 29. apríl síðastliðinn. Auk þessarar kæru hefur lögreglustjórinn á Vesturlandi tvær aðrar kærur til rannsóknar. Hvalur hf. skar aldrei hval innandyra eins og átti að gera en talað var um í reglugerð frá árinu 2010 að skera ætti hval á yfirbyggðum skurðfleti. Einnig hefur lögreglustjórinn til rannsóknar meint brot skipstjóra Hvals hf. hvað varðar vanrækslu á skilum dagbóka skipstjóra til Fiskistofu árin 2014-2018.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira