Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2019 23:00 Farþegar ganga um borð í Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Farþegum innanlandsflugs fækkaði um tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, eftir nærri fimm prósenta fækkun í fyrra. Rætt var við Boga Nils Bogason í fréttum Stöðvar 2. Farþegum innanlandsflugsins hafði, samkvæmt tölum Isavia, fjölgað fjögur ár í röð til ársins 2017, þegar heildarfjöldinn náði tæplega 772 þúsund farþegum. En í fyrra stöðvaðist vöxturinn og flugu 34 þúsund færri farþegar innanlands á síðasta ári miðað við árið á undan, fækkaði niður í 737 þúsund farþega. Dótturfélag Icelandair, sem formlega hefur enn firmaheitið Flugfélag Íslands, er langstærst á markaðnum og þar hafa menn áhyggjur.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Afkoma innanlandsflugsins hefur verið mjög slæm, bara í hreinskilni sagt, að undanförnu, og við þurfum að bregðast við. Og það hefur verið brugðist við. Það er búið að grípa til ýmissa aðgerða þar inni. Eftirspurnin er því miður ekkert sérstaklega sterk á innanlandsmarkaðnum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Tölur Isavia fyrstu þrjá mánuði þessa árs sýna að farþegum fækkaði um tæp tíu prósent frá sama tíma í fyrra eða sem nemur 17 þúsund manns. Fjöldinn fór úr 179 þúsund farþegum á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs niður í 162 þúsund á sama tíma í ár. Bogi segir að allt sé nú til skoðunar til að gera reksturinn sjálfbæran, þannig hafi flugáætlun verið skorin niður. „Við höfum verið að skera niður framboðið og áætlunina. Það er alltaf hætta á því þegar þú ert í flugstarfsemi, - í rauninni tíðni býr til eftirspurn. Þannig er svolítið þessi flugmarkaður. Og það er ákveðin hætta á því þegar við þurfum að skera niður framboð út af lélegri eftirspurn að það í rauninni bara haldi áfram. Þannig að við þurfum að skoða málið mjög alvarlega,“ segir forstjóri Icelandair.Bombardier Q400 vélar hafa tímabundið verið settar í millilandaflug til Bergen en Bogi segir ekki áform um að nýta þær vélar til sóknar á nýja markaði erlendis. „Við erum að nota núna Q400 vélarnar til dæmis eitthvað til Noregs út af rauninni stöðunni á MAX-vélunum. Þannig að þær geta hentað ágætlega inn á svona nærmarkaði í millilandaflugi. En það er ekki á stefnuskránni núna að fara að útvíkka í rauninni hvert Q400 vélarnar fljúga,“ segir Bogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Byggðamál Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Farþegum innanlandsflugs fækkaði um tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, eftir nærri fimm prósenta fækkun í fyrra. Rætt var við Boga Nils Bogason í fréttum Stöðvar 2. Farþegum innanlandsflugsins hafði, samkvæmt tölum Isavia, fjölgað fjögur ár í röð til ársins 2017, þegar heildarfjöldinn náði tæplega 772 þúsund farþegum. En í fyrra stöðvaðist vöxturinn og flugu 34 þúsund færri farþegar innanlands á síðasta ári miðað við árið á undan, fækkaði niður í 737 þúsund farþega. Dótturfélag Icelandair, sem formlega hefur enn firmaheitið Flugfélag Íslands, er langstærst á markaðnum og þar hafa menn áhyggjur.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Afkoma innanlandsflugsins hefur verið mjög slæm, bara í hreinskilni sagt, að undanförnu, og við þurfum að bregðast við. Og það hefur verið brugðist við. Það er búið að grípa til ýmissa aðgerða þar inni. Eftirspurnin er því miður ekkert sérstaklega sterk á innanlandsmarkaðnum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Tölur Isavia fyrstu þrjá mánuði þessa árs sýna að farþegum fækkaði um tæp tíu prósent frá sama tíma í fyrra eða sem nemur 17 þúsund manns. Fjöldinn fór úr 179 þúsund farþegum á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs niður í 162 þúsund á sama tíma í ár. Bogi segir að allt sé nú til skoðunar til að gera reksturinn sjálfbæran, þannig hafi flugáætlun verið skorin niður. „Við höfum verið að skera niður framboðið og áætlunina. Það er alltaf hætta á því þegar þú ert í flugstarfsemi, - í rauninni tíðni býr til eftirspurn. Þannig er svolítið þessi flugmarkaður. Og það er ákveðin hætta á því þegar við þurfum að skera niður framboð út af lélegri eftirspurn að það í rauninni bara haldi áfram. Þannig að við þurfum að skoða málið mjög alvarlega,“ segir forstjóri Icelandair.Bombardier Q400 vélar hafa tímabundið verið settar í millilandaflug til Bergen en Bogi segir ekki áform um að nýta þær vélar til sóknar á nýja markaði erlendis. „Við erum að nota núna Q400 vélarnar til dæmis eitthvað til Noregs út af rauninni stöðunni á MAX-vélunum. Þannig að þær geta hentað ágætlega inn á svona nærmarkaði í millilandaflugi. En það er ekki á stefnuskránni núna að fara að útvíkka í rauninni hvert Q400 vélarnar fljúga,“ segir Bogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Byggðamál Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00
Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43