Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2019 07:57 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku. Alþingi Þungunarrof Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku.
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira