Fundu rúmlega þúsund byssur í glæsihýsi í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 23:01 Lögregluþjónar skrá byssurnar þúsund. Vísir/AP Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn eftir að rúmlega þúsund skotvopn fundust í glæsihýsi í Los Angeles í morgun. Það tók þrjátíu lögregluþjóna minnst tólf tíma að finna allar byssurnar og fjarlægja þær. Einhverjir viðmælendur fjölmiðla segja það hafa tekið fimmtán tíma. Um er að ræða skotvopn af öllum gerðum eins og haglabyssur, riffla, hálfsjálfvirka riffla og skammbyssur. Samkvæmt LA Times fannst einnig .50 kalibera vélbyssa í húsinu en vopnin fundust á víð og dreif um húsið og í innkeyrslu þess. Lögreglan segir hluta skotvopnanna vera sjálfvirk að fullu, sem er brot á lögum Bandaríkjanna. Sá sem var handtekinn heitir Girard Saenz og lögreglan grunar hann um að hafa staðið í ólöglegri vopnasölu. Hafa ber í huga að það er ekki endilega ólöglegt að eiga svo mörg skotvopn í Kaliforníu, þó einhver þeirra vopna sem fundust í húsinu séu ólögleg. Til marks um það segir lögreglan að þetta sé „einn stærsti“ vopnafundurinn í borginni.Over 1,000 firearms & one person arrested for 30600(a) PC, in one of the largest recoveries in LAPD history. How did this happen? The LAPD & ATF received info that a person was selling & manufacturing illegal firearms, which led to a search warrant in a Holmby Hills residence. pic.twitter.com/9kWq4vuFnb — LAPD HQ (@LAPDHQ) May 9, 2019 Saenz er skráður vopnasali en hann hefur þó ekki leyfi til að selja byssur með þessum hætti né allar tegundir þeirra skotvopna sem hann virðist hafa verið að selja. Honum var sleppt úr haldi í dag gegn 50 þúsund dala tryggingu. Málið þykir hið furðulegasta og þar á meðal vegna þess að vopnin fundust í hverfi sem heitir Bel Air og er skammt frá Beverly Hills þar sem vel settir íbúar Los Angeles búa og þar á meðal fjöldinn allur af sjónvarps- og kvikmyndastjörnum. Chris Ramirez, talsmaður lögreglunnar, segir einstaklega undarlegt að öll þessi vopn hafi fundist í glæsihýsi í umræddu hverfi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn eftir að rúmlega þúsund skotvopn fundust í glæsihýsi í Los Angeles í morgun. Það tók þrjátíu lögregluþjóna minnst tólf tíma að finna allar byssurnar og fjarlægja þær. Einhverjir viðmælendur fjölmiðla segja það hafa tekið fimmtán tíma. Um er að ræða skotvopn af öllum gerðum eins og haglabyssur, riffla, hálfsjálfvirka riffla og skammbyssur. Samkvæmt LA Times fannst einnig .50 kalibera vélbyssa í húsinu en vopnin fundust á víð og dreif um húsið og í innkeyrslu þess. Lögreglan segir hluta skotvopnanna vera sjálfvirk að fullu, sem er brot á lögum Bandaríkjanna. Sá sem var handtekinn heitir Girard Saenz og lögreglan grunar hann um að hafa staðið í ólöglegri vopnasölu. Hafa ber í huga að það er ekki endilega ólöglegt að eiga svo mörg skotvopn í Kaliforníu, þó einhver þeirra vopna sem fundust í húsinu séu ólögleg. Til marks um það segir lögreglan að þetta sé „einn stærsti“ vopnafundurinn í borginni.Over 1,000 firearms & one person arrested for 30600(a) PC, in one of the largest recoveries in LAPD history. How did this happen? The LAPD & ATF received info that a person was selling & manufacturing illegal firearms, which led to a search warrant in a Holmby Hills residence. pic.twitter.com/9kWq4vuFnb — LAPD HQ (@LAPDHQ) May 9, 2019 Saenz er skráður vopnasali en hann hefur þó ekki leyfi til að selja byssur með þessum hætti né allar tegundir þeirra skotvopna sem hann virðist hafa verið að selja. Honum var sleppt úr haldi í dag gegn 50 þúsund dala tryggingu. Málið þykir hið furðulegasta og þar á meðal vegna þess að vopnin fundust í hverfi sem heitir Bel Air og er skammt frá Beverly Hills þar sem vel settir íbúar Los Angeles búa og þar á meðal fjöldinn allur af sjónvarps- og kvikmyndastjörnum. Chris Ramirez, talsmaður lögreglunnar, segir einstaklega undarlegt að öll þessi vopn hafi fundist í glæsihýsi í umræddu hverfi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira