Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 07:31 Viðbragðsaðilar kanna skemmdir í kirkju heilags Antóníusar í Colombo á páskadag. Vísir/Getty Minnst 156 létust og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Sri Lanka á páskadag. Vitað er um að minnsta kosti sex árásir í borgunum Kochichikade, Negombo, Batticaloa og Colombo en páskaguðsþjónusta stóð yfir í þremur kirkjum þegar árásirnar dundu yfir þær. Þá var einnig ráðist á hótelin Changri La, Cinnamon Grand og Kingsbury, sem öll eru staðsett í Colombo. Að minnsta kosti 35 hinna látnu eru erlendir ríkisborgarar. Þá greinir Reuters-fréttaveitan frá því að yfir 50 manns hafi látist í einni árásinni. Forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti landsmenn til að sýna yfirvegun og styðja yfirvöld við rannsókn á árásunum. Þá hefur verið boðað til neyðarfundar í forsætisráðuneyti landsins vegna málsins. Mangala Samaraweera, fjármálaráðherra Sri Lanka, sagði að svo virtist sem árásirnar væru „vel skipulögð tilraun til að skapa morð, ringulreið og stjórnleysi“.Easter Sunday bomb blasts in churches & hotels, killing many innocent people seems to be a well coordinated attempt to create murder,mayhem & anarchy.All those who cherish democracy,freedom & economic prosperity must unite now with nerves of steel to defeat this heinous attempt.— Mangala Samaraweera (@MangalaLK) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Í frétt BBC segir að óttast sé að vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og snúið hafa aftur til heimalandsins ógni öryggi þjóðarinnar. Síðustu ár hefur töluvert borið á ofbeldi í garð múslima í Sri Lanka en landsmenn eru að miklum meirihluta búddistar og hindúar.Fréttin hefur verið uppfærð. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Minnst 156 létust og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Sri Lanka á páskadag. Vitað er um að minnsta kosti sex árásir í borgunum Kochichikade, Negombo, Batticaloa og Colombo en páskaguðsþjónusta stóð yfir í þremur kirkjum þegar árásirnar dundu yfir þær. Þá var einnig ráðist á hótelin Changri La, Cinnamon Grand og Kingsbury, sem öll eru staðsett í Colombo. Að minnsta kosti 35 hinna látnu eru erlendir ríkisborgarar. Þá greinir Reuters-fréttaveitan frá því að yfir 50 manns hafi látist í einni árásinni. Forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti landsmenn til að sýna yfirvegun og styðja yfirvöld við rannsókn á árásunum. Þá hefur verið boðað til neyðarfundar í forsætisráðuneyti landsins vegna málsins. Mangala Samaraweera, fjármálaráðherra Sri Lanka, sagði að svo virtist sem árásirnar væru „vel skipulögð tilraun til að skapa morð, ringulreið og stjórnleysi“.Easter Sunday bomb blasts in churches & hotels, killing many innocent people seems to be a well coordinated attempt to create murder,mayhem & anarchy.All those who cherish democracy,freedom & economic prosperity must unite now with nerves of steel to defeat this heinous attempt.— Mangala Samaraweera (@MangalaLK) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Í frétt BBC segir að óttast sé að vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og snúið hafa aftur til heimalandsins ógni öryggi þjóðarinnar. Síðustu ár hefur töluvert borið á ofbeldi í garð múslima í Sri Lanka en landsmenn eru að miklum meirihluta búddistar og hindúar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira