Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2019 19:30 Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira