Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. janúar 2026 14:58 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnaði Kara Connect og var áður aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir stjórnvöld hafa verið í blindflugi í menntamálum í rúman áratug. Allir mælikvarðar hafi verið á niðurleið frá árinu 2012 og á sama tíma og önnur lönd í svipaðri stöðu hafi komið sér á strik hefur Íslendingum ekkert tekist að spyrna fótum. Hún segir að þau fjölmörgu átök sem hrundið hefur verið af stað hafi litlum mælanlegum árangri skilað og að í raun viti menntamálayfirvöld ekki neitt um stöðu mála. „Það er verið að tala um þessi átök en eðli málsins samkvæmt eru þetta aðferðir við að hjálpa krökkum að lesa. Það er verið að mæla tíunda bekk. Og tíundi bekkur kann umskráningu, hann kann að lesa. En hann les ekki þunga texta. Mér finnst vanta rosalega í umræðunni að við erum í blindflugi, við vitum ekki hvar hún brotnar þessi keðja hjá okkur. Hvort okkur vanti meira námsefni eða þyngri lestur,“ segir Þorbjörg Helga en hún ræddi skólamálin ásamt Ragnar Þór Péturssyni kennara og fyrrverandi formann KÍ og Ingibjörgu Isaksen þingkonu Framsóknarflokksins. Önnur lönd náð sér Hún kveðst hafa gagnrýnt yfirvöld lengi fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Sama fjármagn fylgi hverjum nemenda í dag og árið 2017. „Við höfum ekkert tekið samtal um hvort við eigum að fjölga íslenskutímum. Nú eru 10 ár síðan fór að halla svona rosalega undir fæti. Ekki að við höfum verið rosa stolt af okkur þá, þá vorum við bara rétt yfir meðaltalið. Önnur lönd sem fengu sambærilegt áfall, þeim hefur tekist að ná sér aftur á strik,“ segir hún. Lifum á gömlum sigrum Þorbjörg segir vandamál skólakerfisins ekki einskorðast við skóla landsins. Þau endurspegli örar breytingar í samfélaginu öllu. „Þetta er ekki bara skólavandamál. Þetta er miklu stærra og meira samfélagslegt álitamál fyrir okkur. Við segjum í útlöndum að við séum tónlistarþjóð og hættum að fjárfesta, við segjum að við séum bókmenntaþjóð og hættum að fjárfesta. Við lifum á fyrri afrekum á meðan við ættum að vera að segja að við ætlum að passa upp á þessa arfleifð Íslands, við ætlum að passa að við höldum áfram að skrifa á íslensku og búa til íslenskan menningarheim,“ segir hún. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Hún segir að þau fjölmörgu átök sem hrundið hefur verið af stað hafi litlum mælanlegum árangri skilað og að í raun viti menntamálayfirvöld ekki neitt um stöðu mála. „Það er verið að tala um þessi átök en eðli málsins samkvæmt eru þetta aðferðir við að hjálpa krökkum að lesa. Það er verið að mæla tíunda bekk. Og tíundi bekkur kann umskráningu, hann kann að lesa. En hann les ekki þunga texta. Mér finnst vanta rosalega í umræðunni að við erum í blindflugi, við vitum ekki hvar hún brotnar þessi keðja hjá okkur. Hvort okkur vanti meira námsefni eða þyngri lestur,“ segir Þorbjörg Helga en hún ræddi skólamálin ásamt Ragnar Þór Péturssyni kennara og fyrrverandi formann KÍ og Ingibjörgu Isaksen þingkonu Framsóknarflokksins. Önnur lönd náð sér Hún kveðst hafa gagnrýnt yfirvöld lengi fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Sama fjármagn fylgi hverjum nemenda í dag og árið 2017. „Við höfum ekkert tekið samtal um hvort við eigum að fjölga íslenskutímum. Nú eru 10 ár síðan fór að halla svona rosalega undir fæti. Ekki að við höfum verið rosa stolt af okkur þá, þá vorum við bara rétt yfir meðaltalið. Önnur lönd sem fengu sambærilegt áfall, þeim hefur tekist að ná sér aftur á strik,“ segir hún. Lifum á gömlum sigrum Þorbjörg segir vandamál skólakerfisins ekki einskorðast við skóla landsins. Þau endurspegli örar breytingar í samfélaginu öllu. „Þetta er ekki bara skólavandamál. Þetta er miklu stærra og meira samfélagslegt álitamál fyrir okkur. Við segjum í útlöndum að við séum tónlistarþjóð og hættum að fjárfesta, við segjum að við séum bókmenntaþjóð og hættum að fjárfesta. Við lifum á fyrri afrekum á meðan við ættum að vera að segja að við ætlum að passa upp á þessa arfleifð Íslands, við ætlum að passa að við höldum áfram að skrifa á íslensku og búa til íslenskan menningarheim,“ segir hún.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira