Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:09 Smálánafyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir um þremur árum. Vísir/vilhelm Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að alls hafi verið gerðar kröfur í búið fyrir rúmlega 171 milljón króna en að skiptastjóri hafi samþykkt kröfur fyrir næstum 100 milljónir, þá sem almennar kröfur. Af þeim 171 milljóna kröfum sem gerðar voru í búið voru næstum 5 milljónir svokallaðar búskröfur, veðkröfur voru rúmlega 41,5 milljónir og almennar kröfur námu næstum 125 milljónum króna. Eftirstæðar kröfur reyndust um 9000 krónur. Almennir kröfuhafar fengu ráðstafað rúmlega 62% upp í samþykktar kröfur, sem námu tæplega 100 milljónum sem fyrr segir.Sjá einnig: Komist upp með grímulaus lögbrotSmálán ehf. var stofnað árið 2012 og var í 100% eigu DCC ehf., en skráður eigandi þess var Leifur Alexander Haraldsson. Fyrirtækið tengdist jafnframt öðru smálánafyrirtæki, Kredía ehf., en Marion Mengela var skráður sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hjá báðum félögunum. Kredía var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2017 og nam gjaldþrot þess alls 252 milljónum króna. Kredía og Smálán höfðuðu mál á hendur Neytendastofu árið 2014. Ætlunin var að ógilda ákvörðun áfrýjunarnefndar neytendamála sem setti út á útreikning fyrirtækjanna á heildarlántökukostnaði. Neytendstofa var að endingu sýknuð af kröfum fyrirtækjanna. Þrátt fyrir gjaldþrotið eru Smálán ekki af baki dottin. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla eru nú öll skráð í Danmörku. Vefsíður þeirra eru með danskt lén þrátt fyrir að vera á íslensku. Lénin eru í eigu tékkneska fjárfestingarfyrirtækisins Verrier Group sem er til húsa í blokk í Prag, eins og fjallað var um í lok mars. Gjaldþrot Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtæki hyggjast áfrýja úrskurði 28. nóvember 2014 12:00 Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. 8. janúar 2019 10:44 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að alls hafi verið gerðar kröfur í búið fyrir rúmlega 171 milljón króna en að skiptastjóri hafi samþykkt kröfur fyrir næstum 100 milljónir, þá sem almennar kröfur. Af þeim 171 milljóna kröfum sem gerðar voru í búið voru næstum 5 milljónir svokallaðar búskröfur, veðkröfur voru rúmlega 41,5 milljónir og almennar kröfur námu næstum 125 milljónum króna. Eftirstæðar kröfur reyndust um 9000 krónur. Almennir kröfuhafar fengu ráðstafað rúmlega 62% upp í samþykktar kröfur, sem námu tæplega 100 milljónum sem fyrr segir.Sjá einnig: Komist upp með grímulaus lögbrotSmálán ehf. var stofnað árið 2012 og var í 100% eigu DCC ehf., en skráður eigandi þess var Leifur Alexander Haraldsson. Fyrirtækið tengdist jafnframt öðru smálánafyrirtæki, Kredía ehf., en Marion Mengela var skráður sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hjá báðum félögunum. Kredía var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2017 og nam gjaldþrot þess alls 252 milljónum króna. Kredía og Smálán höfðuðu mál á hendur Neytendastofu árið 2014. Ætlunin var að ógilda ákvörðun áfrýjunarnefndar neytendamála sem setti út á útreikning fyrirtækjanna á heildarlántökukostnaði. Neytendstofa var að endingu sýknuð af kröfum fyrirtækjanna. Þrátt fyrir gjaldþrotið eru Smálán ekki af baki dottin. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla eru nú öll skráð í Danmörku. Vefsíður þeirra eru með danskt lén þrátt fyrir að vera á íslensku. Lénin eru í eigu tékkneska fjárfestingarfyrirtækisins Verrier Group sem er til húsa í blokk í Prag, eins og fjallað var um í lok mars.
Gjaldþrot Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtæki hyggjast áfrýja úrskurði 28. nóvember 2014 12:00 Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. 8. janúar 2019 10:44 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. 8. janúar 2019 10:44
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00