Áratug síðar Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. apríl 2019 07:00 Nær lygilegur viðsnúningur efnahagslífsins hófst í ársbyrjun 2011. Frá þeim tíma hefur hagkerfið vaxið um þriðjung, þjóðhagslegur sparnaður fjórfaldast og hrein erlend staða þjóðarbúsins tekið snarpa beygju upp á við. Þetta er öfundsverð staða og ólík þeirri sem var uppi árið 2007. Uppsafnaður viðskiptahalli á árunum 2003-2007 nam mörg hundruð milljörðum króna og í árslok 2007 var erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 130% af landsframleiðslu. Viðvarandi viðskiptaafgangur síðustu ára hefur skapað skilyrði til þess að greiða niður skuldir og safna í gjaldeyrisvarasjóð. Nú nemur hrein erlend eignastaða um 10% af landsframleiðslu. Þá býr Seðlabankinn yfir 750 milljarða króna gjaldeyrisforða og hefur því verulegt svigrúm til að bregðast við gengissveiflum. Í árslok 2008 vakti Ísland heimsathygli þegar banka- og gjaldeyriskreppa skall á af fullum þunga. Í dag er staðan önnur. Viðnámsþróttur bankanna hefur verið aukinn, margfalt meiri kröfur eru gerðar um eigið fé og lausafjárreglur hafa verið hertar. Íslenskir bankar eru betur í stakk búnir til að takast á við áföll nú en áður. Fjármagnshöft voru innleidd í árslok 2008, þau áttu að vera tímabundin en tíu og hálfu ári síðar voru síðustu leifar hafta afnumdar þegar bindiskylda á innflæði fjármagns var lækkuð niður í 0%. Ísland vekur heimsathygli á ný, en að þessu sinni er það sterk staða hagkerfisins sem vekur athygli. Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 18%, krónan féll og verðbólga rauk upp í 19%. Í dag eru stýrivextir 4,5%, gengið er stöðugt og verðbólga við markmið. Fjögurra ára kjarasamningur, sem nýverið var undirritaður, skapar vonandi skilyrði til lækkunar vaxta. Vaxtalækkun styður við fjárfestingu í landinu, eykur hagvöxt og stuðlar að áframhaldandi fjölgun starfa. Viðbrögð stjórnvalda við síðustu niðursveiflu voru að hækka skatta til að brúa hallarekstur. Þá var nýjum sköttum einnig bætt við; bankaskattur, sérstakur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Nú þegar hagvöxtur minnkar boða stjórnvöld skattalækkanir. Tryggingagjaldið lækkar um 0,25% um næstu áramót, bankaskatturinn mun lækka í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145%. Þá eru einnig boðaðar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga með upptöku á nýju neðsta þrepi tekjuskatts. Samanburður á þeirri stöðu sem nú er uppi og fyrir áratug er þörf áminning um mikilvægi þess að búa í haginn. Áskoranir eru þó fram undan. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði og hvergi rennur stærri hluti af verðmætasköpun til launþega en á Íslandi. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær og munu þau þurfa að grípa til hagræðingar. Hið opinbera þarf, líkt og fyrirtækin, einnig að bregðast við niðursveiflu. Opinber útgjöld hafa vaxið að raunvirði um 25% frá árinu 2011. Á sama tíma hafa 8.800 ný störf orðið til hjá hinu opinbera, þar af 1.200 í opinberri stjórnsýslu og fjölgaði um 17% á tímabilinu. Aukin útgjöld ár frá ári hafa dregið úr svigrúmi til skattalækkana, en skattheimta hér á landi er ein sú hæsta innan OECD. Boðaðar skattalækkanir stjórnvalda eru því fagnaðarefni en eftir sem áður verður Ísland háskattaríki í erlendum samanburði. Ganga þarf lengra í skattalækkunum. Þrátt fyrir fyrirhugaða lækkun bankaskatts verður sérstök skattlagning á fjármálafyrirtæki enn rúmlega fimmföld á við sambærilega skattlagningu í nágrannaríkjum. Heimili og fyrirtæki greiða fyrir bankaskattinn í formi hærri vaxta og því mikilvægt að stjórnvöld hugi að frekari lækkun hans. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður í fyrra undir því yfirskini að skattstofninn yrði endurskoðaður. Sú endurskoðun hefur þó ekki átt sér stað en hár fjármagnstekjuskattur dregur úr hvata til fjárfestingar sem er grundvöllur atvinnusköpunar. Frekari lækkun tryggingagjalds til samræmis við það sem áður var lofað yrði jafnframt mikilvæg aðgerð. Tryggingagjaldið leggst á launagreiðslur fyrirtækja og væri innlegg stjórnvalda til að draga úr háum launakostnaði og stuðla að fjölgun starfa. Hér eru dæmi um skatta sem nauðsynlegt er að lækka en meira þarf að koma til. Í uppsveiflunni var ekki skapað rými til skattalækkana – nú hlýtur sá tími að vera kominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nær lygilegur viðsnúningur efnahagslífsins hófst í ársbyrjun 2011. Frá þeim tíma hefur hagkerfið vaxið um þriðjung, þjóðhagslegur sparnaður fjórfaldast og hrein erlend staða þjóðarbúsins tekið snarpa beygju upp á við. Þetta er öfundsverð staða og ólík þeirri sem var uppi árið 2007. Uppsafnaður viðskiptahalli á árunum 2003-2007 nam mörg hundruð milljörðum króna og í árslok 2007 var erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 130% af landsframleiðslu. Viðvarandi viðskiptaafgangur síðustu ára hefur skapað skilyrði til þess að greiða niður skuldir og safna í gjaldeyrisvarasjóð. Nú nemur hrein erlend eignastaða um 10% af landsframleiðslu. Þá býr Seðlabankinn yfir 750 milljarða króna gjaldeyrisforða og hefur því verulegt svigrúm til að bregðast við gengissveiflum. Í árslok 2008 vakti Ísland heimsathygli þegar banka- og gjaldeyriskreppa skall á af fullum þunga. Í dag er staðan önnur. Viðnámsþróttur bankanna hefur verið aukinn, margfalt meiri kröfur eru gerðar um eigið fé og lausafjárreglur hafa verið hertar. Íslenskir bankar eru betur í stakk búnir til að takast á við áföll nú en áður. Fjármagnshöft voru innleidd í árslok 2008, þau áttu að vera tímabundin en tíu og hálfu ári síðar voru síðustu leifar hafta afnumdar þegar bindiskylda á innflæði fjármagns var lækkuð niður í 0%. Ísland vekur heimsathygli á ný, en að þessu sinni er það sterk staða hagkerfisins sem vekur athygli. Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 18%, krónan féll og verðbólga rauk upp í 19%. Í dag eru stýrivextir 4,5%, gengið er stöðugt og verðbólga við markmið. Fjögurra ára kjarasamningur, sem nýverið var undirritaður, skapar vonandi skilyrði til lækkunar vaxta. Vaxtalækkun styður við fjárfestingu í landinu, eykur hagvöxt og stuðlar að áframhaldandi fjölgun starfa. Viðbrögð stjórnvalda við síðustu niðursveiflu voru að hækka skatta til að brúa hallarekstur. Þá var nýjum sköttum einnig bætt við; bankaskattur, sérstakur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Nú þegar hagvöxtur minnkar boða stjórnvöld skattalækkanir. Tryggingagjaldið lækkar um 0,25% um næstu áramót, bankaskatturinn mun lækka í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145%. Þá eru einnig boðaðar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga með upptöku á nýju neðsta þrepi tekjuskatts. Samanburður á þeirri stöðu sem nú er uppi og fyrir áratug er þörf áminning um mikilvægi þess að búa í haginn. Áskoranir eru þó fram undan. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði og hvergi rennur stærri hluti af verðmætasköpun til launþega en á Íslandi. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær og munu þau þurfa að grípa til hagræðingar. Hið opinbera þarf, líkt og fyrirtækin, einnig að bregðast við niðursveiflu. Opinber útgjöld hafa vaxið að raunvirði um 25% frá árinu 2011. Á sama tíma hafa 8.800 ný störf orðið til hjá hinu opinbera, þar af 1.200 í opinberri stjórnsýslu og fjölgaði um 17% á tímabilinu. Aukin útgjöld ár frá ári hafa dregið úr svigrúmi til skattalækkana, en skattheimta hér á landi er ein sú hæsta innan OECD. Boðaðar skattalækkanir stjórnvalda eru því fagnaðarefni en eftir sem áður verður Ísland háskattaríki í erlendum samanburði. Ganga þarf lengra í skattalækkunum. Þrátt fyrir fyrirhugaða lækkun bankaskatts verður sérstök skattlagning á fjármálafyrirtæki enn rúmlega fimmföld á við sambærilega skattlagningu í nágrannaríkjum. Heimili og fyrirtæki greiða fyrir bankaskattinn í formi hærri vaxta og því mikilvægt að stjórnvöld hugi að frekari lækkun hans. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður í fyrra undir því yfirskini að skattstofninn yrði endurskoðaður. Sú endurskoðun hefur þó ekki átt sér stað en hár fjármagnstekjuskattur dregur úr hvata til fjárfestingar sem er grundvöllur atvinnusköpunar. Frekari lækkun tryggingagjalds til samræmis við það sem áður var lofað yrði jafnframt mikilvæg aðgerð. Tryggingagjaldið leggst á launagreiðslur fyrirtækja og væri innlegg stjórnvalda til að draga úr háum launakostnaði og stuðla að fjölgun starfa. Hér eru dæmi um skatta sem nauðsynlegt er að lækka en meira þarf að koma til. Í uppsveiflunni var ekki skapað rými til skattalækkana – nú hlýtur sá tími að vera kominn.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun