Enski boltinn á 4500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:45 Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Logi Bergmann verða sérfræðingar Símans um enska boltann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sá um kynninguna. Vísir/vilhelm Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm
Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13
1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15