Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 14:40 Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið. Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið.
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18