Drengur góður Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. apríl 2019 07:00 Alþjóðlegar ráðstefnur og samkomur einkennast yfirleitt af ákveðnum virðuleika, ekki síst ef þangað mætir valdamikið fólk sem lætur sér annt um ímynd sína og gætir þess vandlega að gefa ekki of mikið af sér. Fyrir vikið virkar það nokkuð fjarlægt, eins og það sé ekki í tengslum við líf venjulegs fólks. Fyrir fólk sem er með einkabílstjóra, einkaritara og alls kyns aðstoðarmenn er örugglega mjög auðvelt að glata veruleikatengingu og loka sig af í þægilegri einkaveröld þar sem aðrir eru reiðubúnir til þjónustu. Það eru þó ekki allir valdamiklir einstaklingar sem gætu svo auðveldlega valið þennan kost sem kæra sig um það. Þeir vilja bara fá að vera þeir sjálfir og um leið svo lánsamir að líta ekki stórt á sig. Þetta á einmitt við um forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Þegar forseti Íslands mætir valdafólki frá öðrum löndum er áberandi hversu alþýðlegur hann er. Hann sendir samstundis frá sér skilaboð eitthvað á þessa leið: Hér er ég, ofur venjulegur maður í óvenjulegri stöðu, lítið gefinn fyrir seremoníur og prjál en stundum krefst starfið þess að maður taki þátt í slíku og þá læt ég mig bara hafa það en er ósköp feginn þegar því er lokið. Hann er ekki umvafinn þeirri blöndu af sjálfsöryggi og hroka sem oft er of áberandi í fari ráðamanna. Stundum má greina á andliti hans svip sem ber vott um að hann sé enn ögn undrandi á því að vera í þeirri stöðu sem hann er. Í hópi fyrirmanna sker hann sig þannig úr, enda er eftir honum tekið. Hann er nefnilega ekta. Þetta sýndi sig með miklum ágætum á norðurslóðaráðstefnu, International Arctic Forum, í Pétursborg í Rússlandi þar sem forsetinn var í pallborði ásamt Vladímír Pútín, forseta Rússlands, Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Þar gerði forseti vor sér lítið fyrir og talaði stutta stund á rússnesku. Af svip gesta mátti ráða að þeir voru ögn ráðvilltir í byrjun, ekki alveg vissir hvernig bæri að taka þessu tiltæki forsetans. Smám saman breyttist svipurinn, þeir urðu afslappaðri og hlýlegt bros sást á vörum marga. Niðurstaða þeirra virtist vera að forseti Íslands væri drengur góður. Við lifum á tímum sem einkennast af þreytu í garð stjórnmála og stjórnmálamanna og stundum virðist sem fátt fái sameinað þjóðina nema þá helst einhverjir boltaleikir sem íslensk íþróttalið taka reglulega þátt í erlendis. Og svo lifir hún ætíð vonin um árangur, og helst sigur, í hinni árlegu og innihaldslitlu glimmersýningu Eurovision. Í báðum tilvikum er mikið um brostnar vonir. Ef þjóðin á sér sameiningartákn þá er það helst forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hann nýtur almennra vinsælda, ekki síst vegna þess að hann hefur engan áhuga á að vera á stalli. Hann veit að hann er ósköp venjulegur maður sem þjóðin valdi til að gegna háu embætti. Því sinnir hann af hógværð, hlýju og manngæsku. Sannarlega drengur góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar ráðstefnur og samkomur einkennast yfirleitt af ákveðnum virðuleika, ekki síst ef þangað mætir valdamikið fólk sem lætur sér annt um ímynd sína og gætir þess vandlega að gefa ekki of mikið af sér. Fyrir vikið virkar það nokkuð fjarlægt, eins og það sé ekki í tengslum við líf venjulegs fólks. Fyrir fólk sem er með einkabílstjóra, einkaritara og alls kyns aðstoðarmenn er örugglega mjög auðvelt að glata veruleikatengingu og loka sig af í þægilegri einkaveröld þar sem aðrir eru reiðubúnir til þjónustu. Það eru þó ekki allir valdamiklir einstaklingar sem gætu svo auðveldlega valið þennan kost sem kæra sig um það. Þeir vilja bara fá að vera þeir sjálfir og um leið svo lánsamir að líta ekki stórt á sig. Þetta á einmitt við um forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Þegar forseti Íslands mætir valdafólki frá öðrum löndum er áberandi hversu alþýðlegur hann er. Hann sendir samstundis frá sér skilaboð eitthvað á þessa leið: Hér er ég, ofur venjulegur maður í óvenjulegri stöðu, lítið gefinn fyrir seremoníur og prjál en stundum krefst starfið þess að maður taki þátt í slíku og þá læt ég mig bara hafa það en er ósköp feginn þegar því er lokið. Hann er ekki umvafinn þeirri blöndu af sjálfsöryggi og hroka sem oft er of áberandi í fari ráðamanna. Stundum má greina á andliti hans svip sem ber vott um að hann sé enn ögn undrandi á því að vera í þeirri stöðu sem hann er. Í hópi fyrirmanna sker hann sig þannig úr, enda er eftir honum tekið. Hann er nefnilega ekta. Þetta sýndi sig með miklum ágætum á norðurslóðaráðstefnu, International Arctic Forum, í Pétursborg í Rússlandi þar sem forsetinn var í pallborði ásamt Vladímír Pútín, forseta Rússlands, Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Þar gerði forseti vor sér lítið fyrir og talaði stutta stund á rússnesku. Af svip gesta mátti ráða að þeir voru ögn ráðvilltir í byrjun, ekki alveg vissir hvernig bæri að taka þessu tiltæki forsetans. Smám saman breyttist svipurinn, þeir urðu afslappaðri og hlýlegt bros sást á vörum marga. Niðurstaða þeirra virtist vera að forseti Íslands væri drengur góður. Við lifum á tímum sem einkennast af þreytu í garð stjórnmála og stjórnmálamanna og stundum virðist sem fátt fái sameinað þjóðina nema þá helst einhverjir boltaleikir sem íslensk íþróttalið taka reglulega þátt í erlendis. Og svo lifir hún ætíð vonin um árangur, og helst sigur, í hinni árlegu og innihaldslitlu glimmersýningu Eurovision. Í báðum tilvikum er mikið um brostnar vonir. Ef þjóðin á sér sameiningartákn þá er það helst forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hann nýtur almennra vinsælda, ekki síst vegna þess að hann hefur engan áhuga á að vera á stalli. Hann veit að hann er ósköp venjulegur maður sem þjóðin valdi til að gegna háu embætti. Því sinnir hann af hógværð, hlýju og manngæsku. Sannarlega drengur góður.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun