Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. apríl 2019 17:13 Eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Síðustu glæðurnar voru slökktar snemma í morgun. Vísir/Getty Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. Talið er að eldurinn hafi kviknaði í „Skóginum“ svokallaða, tilteknu svæði í þaki kirkjunnar. Þá virðist sem bróðurpartur ómetanlegra menningarminja hafi bjargast úr eldsvoðanum en gripirnir voru fluttir á Louvre-listasafnið og í ráðhúsið í París í dag. Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma.Þrjú stór göt Ljóst er að kirkjan kemur töluvert skemmd undan eldsvoðanum en mest munar líklega um spíru hennar og þak, sem urðu eldinum að bráð í gær. Hér fyrir neðan má sjá muninn á kirkjunni fyrir og eftir eldsvoðann. Næstu daga munu yfirvöld leggja áherslu á að finna bresti í burðarvirki kirkjunnar, sem gætu hafa orðið til í eldsvoðanum í gær, og tryggja þá. Þegar hafa rannsakendur borið kennsl á veika punkta í byggingunni, til að mynda í einu þverskipi kirkjunnar og í kirkjuskipinu sjálfu. Þrjú stór göt eru jafnframt í byggingunni. Eitt þar sem spíran brotnaði af, annað í þverskipinu og hið þriðja í hvelfingu þess. Þá urðu viðarbitar í þakinu eldinum að bráð og steypuhvelfing sem hélt þakinu uppi féll saman. Íbúar fimm bygginga í nágrenni Notre Dame hafa auk þess verið fluttir brott af heimilum sínum á meðan öryggi við kirkjuna er tryggt.100 metra langur og 10 metra hár „skógur“ Eldurinn sem kom upp í Notre Dame kviknaði í þaki kirkjunnar, sem var úr við og blýi, en slökkviliðsmönnum reyndist mjög erfitt að komast að eldinum í þakinu. Umræddur staður á þakinu, þar sem eldurinn kviknaði, er kallað „Skógurinn“. Fjallað er um skóginn á vef NRK en þar kemur fram að hann sé 100 metra langur og 10 metra hár. Skógurinn tekur mestu þyngdina úr þakinu sjálfu og dreifir henni út til veggja kirkjunnar. Um 13 þúsund eikartré voru notuð í byggingu hans. Þá eru 210 tonn af blýplötum í þakinu en blýið er notað til þess að gera þakið vatnsþétt og koma í veg fyrir að eldur kvikni. Blýplöturnar eru um fimm millimetrar að þykkt, negldar undir viðinn og síðan innsiglaðar. Þetta gerir þakið vatnshelt og einnig eldvarið ef eldur kviknar utan þess.Svona var umhorfs inni í kirkjunni eftir að eldurinn var slökktur í morgunsárið.Vísir/GettyEf eldurinn hins vegar kviknar inni mynda blýplöturnar nokkurs konar brennsluhólf þar sem eldurinn nær að krauma og mjög erfitt er að komast að. Auk þess er loftið svo hátt að vandasamt er að beina vatni nákvæmlega á þá staði þar sem kviknað er í. Því reyndist slökkvistarfið erfitt og tímafrekt í gær.Menningarminjar fluttar í ráðhúsið og á Louvre Franck Riester, menningarmálaráðherra Frakklands, sagði menningarminjar sem björguðust úr kirkjunni hafa verið fluttar í ráðhús Parísar, Hôtel de Ville, þar sem þeirra er gætt. Á meðal þess sem bjargaðist var þyrnikóróna sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtill sem Loðvík helgi átti. Þau listaverk sem urðu fyrir reykskemmdum voru flutt á Louvre-listasafnið þar sem þau verða hreinsuð og færð í geymslu. Munir úr Notre Dame í ráðhúsinu í París í dag.Vísir/GettyÞá virðist sem þrír sögufrægir rósagluggar í kirkjunni hafi ekki skemmst í eldsvoðanum en þeir verða þó skoðaðir nánar þegar færi gefst. Einnig lítur út fyrir að orgel kirkjunnar, sem smíðað var á fjórða áratug átjándu aldar, hafi komist heilt úr eldsvoðanum. Minjar sem skreyttu spíruna eru þó taldar hafa fuðrað upp ásamt spírunni sjálfri.Iðnaðarmennirnir yfirheyrðir Lögregla byrjaði í dag að yfirheyra iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í kirkjunni. Þá hefur saksóknari í París hafið rannsókn á málinu en embættið virðist ganga út frá því að um slys hafi verið að ræða. Rannsókin fer fram undir slíkum formerkjum, þ.e. „óviljandi eyðileggingu af völdum elds“. Julien Le Bras, yfirmaður hjá fyrirtækinu sem vann við framkvæmdirnar í kirkjunni, sagði á blaðamannafundi í dag að fyrirtæki hans hefði unnið að endurbótum á mörgum sögufrægum byggingum í Frakklandi. Engir starfsmenn fyrirtækisins hafi verið á staðnum þegar eldurinn kviknaði en þeir séu nú samvinnuþýðir lögreglu við rannsókn málsins.Umfjöllun Guardian um brunann í Notre Dame. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04 Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. Talið er að eldurinn hafi kviknaði í „Skóginum“ svokallaða, tilteknu svæði í þaki kirkjunnar. Þá virðist sem bróðurpartur ómetanlegra menningarminja hafi bjargast úr eldsvoðanum en gripirnir voru fluttir á Louvre-listasafnið og í ráðhúsið í París í dag. Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma.Þrjú stór göt Ljóst er að kirkjan kemur töluvert skemmd undan eldsvoðanum en mest munar líklega um spíru hennar og þak, sem urðu eldinum að bráð í gær. Hér fyrir neðan má sjá muninn á kirkjunni fyrir og eftir eldsvoðann. Næstu daga munu yfirvöld leggja áherslu á að finna bresti í burðarvirki kirkjunnar, sem gætu hafa orðið til í eldsvoðanum í gær, og tryggja þá. Þegar hafa rannsakendur borið kennsl á veika punkta í byggingunni, til að mynda í einu þverskipi kirkjunnar og í kirkjuskipinu sjálfu. Þrjú stór göt eru jafnframt í byggingunni. Eitt þar sem spíran brotnaði af, annað í þverskipinu og hið þriðja í hvelfingu þess. Þá urðu viðarbitar í þakinu eldinum að bráð og steypuhvelfing sem hélt þakinu uppi féll saman. Íbúar fimm bygginga í nágrenni Notre Dame hafa auk þess verið fluttir brott af heimilum sínum á meðan öryggi við kirkjuna er tryggt.100 metra langur og 10 metra hár „skógur“ Eldurinn sem kom upp í Notre Dame kviknaði í þaki kirkjunnar, sem var úr við og blýi, en slökkviliðsmönnum reyndist mjög erfitt að komast að eldinum í þakinu. Umræddur staður á þakinu, þar sem eldurinn kviknaði, er kallað „Skógurinn“. Fjallað er um skóginn á vef NRK en þar kemur fram að hann sé 100 metra langur og 10 metra hár. Skógurinn tekur mestu þyngdina úr þakinu sjálfu og dreifir henni út til veggja kirkjunnar. Um 13 þúsund eikartré voru notuð í byggingu hans. Þá eru 210 tonn af blýplötum í þakinu en blýið er notað til þess að gera þakið vatnsþétt og koma í veg fyrir að eldur kvikni. Blýplöturnar eru um fimm millimetrar að þykkt, negldar undir viðinn og síðan innsiglaðar. Þetta gerir þakið vatnshelt og einnig eldvarið ef eldur kviknar utan þess.Svona var umhorfs inni í kirkjunni eftir að eldurinn var slökktur í morgunsárið.Vísir/GettyEf eldurinn hins vegar kviknar inni mynda blýplöturnar nokkurs konar brennsluhólf þar sem eldurinn nær að krauma og mjög erfitt er að komast að. Auk þess er loftið svo hátt að vandasamt er að beina vatni nákvæmlega á þá staði þar sem kviknað er í. Því reyndist slökkvistarfið erfitt og tímafrekt í gær.Menningarminjar fluttar í ráðhúsið og á Louvre Franck Riester, menningarmálaráðherra Frakklands, sagði menningarminjar sem björguðust úr kirkjunni hafa verið fluttar í ráðhús Parísar, Hôtel de Ville, þar sem þeirra er gætt. Á meðal þess sem bjargaðist var þyrnikóróna sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtill sem Loðvík helgi átti. Þau listaverk sem urðu fyrir reykskemmdum voru flutt á Louvre-listasafnið þar sem þau verða hreinsuð og færð í geymslu. Munir úr Notre Dame í ráðhúsinu í París í dag.Vísir/GettyÞá virðist sem þrír sögufrægir rósagluggar í kirkjunni hafi ekki skemmst í eldsvoðanum en þeir verða þó skoðaðir nánar þegar færi gefst. Einnig lítur út fyrir að orgel kirkjunnar, sem smíðað var á fjórða áratug átjándu aldar, hafi komist heilt úr eldsvoðanum. Minjar sem skreyttu spíruna eru þó taldar hafa fuðrað upp ásamt spírunni sjálfri.Iðnaðarmennirnir yfirheyrðir Lögregla byrjaði í dag að yfirheyra iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í kirkjunni. Þá hefur saksóknari í París hafið rannsókn á málinu en embættið virðist ganga út frá því að um slys hafi verið að ræða. Rannsókin fer fram undir slíkum formerkjum, þ.e. „óviljandi eyðileggingu af völdum elds“. Julien Le Bras, yfirmaður hjá fyrirtækinu sem vann við framkvæmdirnar í kirkjunni, sagði á blaðamannafundi í dag að fyrirtæki hans hefði unnið að endurbótum á mörgum sögufrægum byggingum í Frakklandi. Engir starfsmenn fyrirtækisins hafi verið á staðnum þegar eldurinn kviknaði en þeir séu nú samvinnuþýðir lögreglu við rannsókn málsins.Umfjöllun Guardian um brunann í Notre Dame.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04 Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45
Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04
Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36