Sílebúar tóku Kast Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 09:21 José Antonio Kast, verðandi forseti Síle, sigurreifur með eiginkonu sinni Maríu Píu Adriasola. AP/Matias Delacroix Róttækur hægrimaður stjórnar Síle í fyrsta skipti frá því að einræðisherrann Augusto Pinochet lét af völdum fyrir 35 árum eftir sigur José Antonio Kast í forsetakosningum þar í gær. Kast hét því meðal annars í kosningabaráttunni að vísa hundruðum þúsunda innflytjenda úr landi. Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir. Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir.
Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36