Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:15 Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira