Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 23:27 Sögusagnir höfðu lengið verið á kreiki um að hreinlæti Assange í sendiráðinu hefði verið ábótavant. Vísir/EPA Forseti Ekvadors fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi makað saur sínum á veggi sendiráðs landsins í London þar sem hann hafðist við í tæp sjö ár. Nægilegar ástæður hafi verið fyrir hendi til að afturkalla hæli sem ekvadorsk stjórnvöld höfðu veitt Assange. Breskir lögregluþjónar sóttu Assange í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku eftir að ríkisstjórn Lenín Moreno afturkallaði hæli sem honum hafði verið veitt árið 2012. Í kjölfarið kom fram að bandarísk yfirvöld höfðu krafist framsals Assange vegna ákæru um að hann hefði lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC varði Moreno forseti ákvörðunina um að svipta Assange hælinu og réttlætti hana. Assange hefði meðal annars farið ófögrum orðum um Ekvador og kallað landið ómerkilegt. „Að auki, og mér þykir miður að þurfa að segja það á þennan hátt, makaði hann jafnvel saur, hans saur, á veggi sendiráðs okkar. Ég tel að þetta sé nægileg ástæða til að afturkalla og binda enda á hæli hans,“ segir Moreno í viðtalinu. Lögmaður Assange hefur áður sagt að ásakanir ekvadorskra stjórnvalda á hendur honum sé svívirðilegar. Moreno hefur einnig fullyrt að Assange hafi notað sendiráðið sem „njósnamiðstöð“ og brotið gegn skilmálum hælis hans. Assange var í síðustu viku dæmdur sekur um að hafa brotið gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Á þeim tíma hafði hann tapað baráttu sinni gegn því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Það var þá sem hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors hvar hann dvaldi þar til á fimmtudag. Hann á yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi og gæti einnig verið framseldur til Bandaríkjanna. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Forseti Ekvadors fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi makað saur sínum á veggi sendiráðs landsins í London þar sem hann hafðist við í tæp sjö ár. Nægilegar ástæður hafi verið fyrir hendi til að afturkalla hæli sem ekvadorsk stjórnvöld höfðu veitt Assange. Breskir lögregluþjónar sóttu Assange í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku eftir að ríkisstjórn Lenín Moreno afturkallaði hæli sem honum hafði verið veitt árið 2012. Í kjölfarið kom fram að bandarísk yfirvöld höfðu krafist framsals Assange vegna ákæru um að hann hefði lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC varði Moreno forseti ákvörðunina um að svipta Assange hælinu og réttlætti hana. Assange hefði meðal annars farið ófögrum orðum um Ekvador og kallað landið ómerkilegt. „Að auki, og mér þykir miður að þurfa að segja það á þennan hátt, makaði hann jafnvel saur, hans saur, á veggi sendiráðs okkar. Ég tel að þetta sé nægileg ástæða til að afturkalla og binda enda á hæli hans,“ segir Moreno í viðtalinu. Lögmaður Assange hefur áður sagt að ásakanir ekvadorskra stjórnvalda á hendur honum sé svívirðilegar. Moreno hefur einnig fullyrt að Assange hafi notað sendiráðið sem „njósnamiðstöð“ og brotið gegn skilmálum hælis hans. Assange var í síðustu viku dæmdur sekur um að hafa brotið gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Á þeim tíma hafði hann tapað baráttu sinni gegn því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Það var þá sem hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors hvar hann dvaldi þar til á fimmtudag. Hann á yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi og gæti einnig verið framseldur til Bandaríkjanna.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42