Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:45 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnir hér verðtryggingaráætlun ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27
Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18