Segja Skúla ætla að endurreisa WOW air undir nýju nafni Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2019 12:10 Skúli Mogensen er ekki af baki dottinn. Til stendur að blása lífi í rústir WOW Air. Ætlunin er að hefja rekstur nýs flugfélags og eru Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW sagðir leita fjármögnunar þessa dagana til að gera endurreisnina að veruleika. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Þetta er meðal þess sem fram á að koma í fjárfestingakynningu sem Fréttablaðið segir að Skúli hafi látið útbúa um hið nýja lággjaldaflugfélag. Skúli vildi hvorki staðfesta né vísa þessum fregnum á bug þegar fréttastofan hafði samband við hann nú í hádeginu. Í kynningunni, sem dagsett er 3. apríl, á meðal annars að koma fram að nýja flugfélagið hafi í hyggju, í upphafi, að reka fimm Airbus-farþegaþotur, fjórar af gerðinni A321neo og eina af gerðinni A320neo. Ætlunin sé að reka flugfélag sem fylgir hinni hörðu lággjaldastefnu sem WOW air iðkaði á fyrstu árum flugfélagsins.Hafi lært af falli WOW Kynningin gerir að sama skapi ráð fyrir því að Skúli og aðrir lykilstarfsmenn WOW munu eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu. Þeir sem munu leggja til fyrrnefnda 40 milljónir dala fari því með 49 prósent hlut. Nýja flugfélagið ætli sér að öðlast flugrekstrarleyfi á þeim forsendum að „að það sinni fyrstu vikurnar leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag, því takist að kaupa helstu eignir þrotabús WOW air, þar á meðal vörumerkið, það nái samkomulagi við leigusala um rekstur á fimm flugvélum og enn fremur að félaginu takist að sækja sér nægt fjármagn til þess að hefja starfsemi,“ eins og segir í frétt Fréttablaðisins. Þar segir ennfremur að í kynningunni standi að Skúli og hans fólk hafi „lært sína lexíu“ af falli WOW og muni því halda sig við hreinræktaða lággjaldastefnu - sambærilega þeirri sem WOW studdist við á fyrstu árunum.Uppfært klukkan 12:39. Í fyrri útgáfu var haft eftir Fréttablaðinu að nýja flugfélagið ætti að heita NewCo. Um var að ræða skammstöfun fyrir New Company, nýtt fyrirtæki. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta. 3. apríl 2019 07:45 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Til stendur að blása lífi í rústir WOW Air. Ætlunin er að hefja rekstur nýs flugfélags og eru Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW sagðir leita fjármögnunar þessa dagana til að gera endurreisnina að veruleika. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Þetta er meðal þess sem fram á að koma í fjárfestingakynningu sem Fréttablaðið segir að Skúli hafi látið útbúa um hið nýja lággjaldaflugfélag. Skúli vildi hvorki staðfesta né vísa þessum fregnum á bug þegar fréttastofan hafði samband við hann nú í hádeginu. Í kynningunni, sem dagsett er 3. apríl, á meðal annars að koma fram að nýja flugfélagið hafi í hyggju, í upphafi, að reka fimm Airbus-farþegaþotur, fjórar af gerðinni A321neo og eina af gerðinni A320neo. Ætlunin sé að reka flugfélag sem fylgir hinni hörðu lággjaldastefnu sem WOW air iðkaði á fyrstu árum flugfélagsins.Hafi lært af falli WOW Kynningin gerir að sama skapi ráð fyrir því að Skúli og aðrir lykilstarfsmenn WOW munu eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu. Þeir sem munu leggja til fyrrnefnda 40 milljónir dala fari því með 49 prósent hlut. Nýja flugfélagið ætli sér að öðlast flugrekstrarleyfi á þeim forsendum að „að það sinni fyrstu vikurnar leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag, því takist að kaupa helstu eignir þrotabús WOW air, þar á meðal vörumerkið, það nái samkomulagi við leigusala um rekstur á fimm flugvélum og enn fremur að félaginu takist að sækja sér nægt fjármagn til þess að hefja starfsemi,“ eins og segir í frétt Fréttablaðisins. Þar segir ennfremur að í kynningunni standi að Skúli og hans fólk hafi „lært sína lexíu“ af falli WOW og muni því halda sig við hreinræktaða lággjaldastefnu - sambærilega þeirri sem WOW studdist við á fyrstu árunum.Uppfært klukkan 12:39. Í fyrri útgáfu var haft eftir Fréttablaðinu að nýja flugfélagið ætti að heita NewCo. Um var að ræða skammstöfun fyrir New Company, nýtt fyrirtæki.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta. 3. apríl 2019 07:45 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15
Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta. 3. apríl 2019 07:45
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent