Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 15:16 Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Vísir/egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ánægður með tillögur starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar, sem eru í fjórtán liðum, rími vel við þau skref sem stjórnvöld hafa boðað þess efnis að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Fjörutíu ára verðtryggð jafngreiðslulán eru að mati Ragnars Þórs „eitraðasti lánakokteill sem sögur fara af“. Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Ragnar Þór hélt stutta ræðu á kynningarfundi um tillögurnar og fagnaði sérstaklega tillögum að úrræðum fyrir fólk sem lenti illa í efnahagshruninu haustið 2008.Sjá nánar: Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága „Ég fagna því mjög að þessi úrræði muni ná að einhverjum hluta til mjög jaðarsetts hóps í okkar samfélagi sem er fólk sem hefur misst húsnæði eða lent í áföllum; það hafi einhvers konar leið inn í kerfið aftur. Fólk sem hefur jafnvel ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum vegna ytri aðstæðna sem mynduðust til dæmis eftir hrun. Ég fagna mjög þessum tillögum,“ segir Ragnar Þór. Með kjarasamningunum og aðgerðum stjórnvalda sé verið að stíga risastór framfaraskref á húsnæðismarkaði. Ragnar Þór segir markmið verkalýðshreyfingarinnar hafa verið tvíþætt, annars vegar að hækka laun og hins vegar að lækka kostnaðinn við að lifa. „Í því eru húsnæðismálin einn stærsti kostnaðarliðurinn sem við getum tekið á bæði með lækkun vaxta, aðgerðum við afnám verðtryggingar og svo að stórauka framboð á hagkvæmu húsnæði.“ Þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin hafi verið önnum kafin í aðdraganda kjarasamninga hefjist hin eiginlega vinna núna. „Nú byrjar hin raunverulega vinna hjá verkalýðshreyfingunni, aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum og öllum þeim sem vettlingi geta valdið að koma þessu í framkvæmd,“ segir Ragnar Þór um tillögurnar.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18 Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Tvær nýjar tegundir lána á meðal tillagna fyrir unga og tekjulága Tvær nýjar tegundir lána, skattfrjáls ráðstöfun lífeyrissparnaðar til íbúðakaupa, vaxtabætur, frestun afborgunar af námslánum og ný löggjöf um blandað eignarform er á meðal tillagna starfshóps um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Alls eru tillögurnar í fjórtán liðum. 5. apríl 2019 11:18
Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. 5. apríl 2019 10:49