Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 23:55 Það reynist Theresu May þrautin þyngri að ná einhverri niðurstöðu í Brexit. vísir/getty Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11