Illa fengnar kortaupplýsingar seldar í tonnavís á Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. apríl 2019 07:30 Á myndinni sést reyndar enginn raunverulegur hakkari. Nordicphotos/Getty Netöryggisrannsakendur frá tæknirisanum Cisco hafa fundið 74 stóra Facebook-hópa á undanförnum mánuðum þar sem nærri 400.000 meðlimir versla með ólöglegar vörur. Rannsakendahópurinn, sem kallast Talos, birti skýrslu um rannsóknina þar sem þeir lýstu því að fólk auglýsti amapóstsþjónustu (e. spam service) gegn gjaldi, stolna aðganga að Facebook og fjölda annarra síðna og stolnar kreditkortaupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt. „Þrátt fyrir að nöfn hópanna hafi augljóslega gefið til kynna að þar fari fram ólögleg starfsemi hefur sumum þessara hópa tekist að halda sér inni á Facebook í allt að átta ár. Þannig hafa hóparnir sankað að sér tugum þúsunda meðlima,“ sagði í skýrslu Talos um málið. Rannsakendurnir sögðu svo frá því að hópurinn hafi tilkynnt brotlegu hópana á Facebook. Sumir þeirra hafi verið teknir niður en í öðrum voru einungis ákveðin innlegg fjarlægð. Eftir að Talos setti sig í beint samband við öryggisteymi Facebook var meginþorra hópanna hins vegar eytt. Nýir hafa hins vegar komið í staðinn og segjast Talos-liðar vinna með Facebook að því að taka á vandamálinu. Ekki liggur fyrir hversu mikil viðskipti fara fram í gegnum hópana. Seljendur, eða tengiliðir seljenda, biðja um greiðslu með Bitcoin eða annarri rafmynt. Ekki er því hægt að segja til um raunverulegt umfang viðskiptanna. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Facebook lendir í vandræðum með ólögleg viðskipti á samfélagsmiðlinum. Netöryggisrannsakandinn Brian Krebs, sem heldur úti síðunni Krebs on Security, greindi frá því fyrir um ári að Facebook hefði þá nýlega eytt um 120 hópum, með um 300.000 meðlimi, þar sem álíka viðskipti fóru fram. Facebook hefur reyndar átt í vandræðum með miklu fleira en ólögleg viðskipti undanfarin misseri. Ýmis hneykslismál hafa komið upp er varða meðferð Facebook á persónulegum upplýsingum, til dæmis Cambridge Analytica-hneykslið og öryggisgalli sem kom upp á síðasta ári sem gerði óprúttnum aðilum kleift að stela 50 milljónum Facebook-aðganga. Fjallað hefur verið um að skilaboðasamskipti milljóna notenda séu til sölu á veraldarvefnum og kynþáttafordóma innan fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að beita sér ekki af nægri hörku gegn öfgahópum sem nota Facebook til að ala á hatri. Hér á landi hefur ítrekað verið greint frá því að fíkniefni séu seld í lokuðum Facebook-hópum. Slíkar fréttir hafa raunar skotið upp kollinum ár eftir ár. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Gefur eftir í tollastríði við Kína Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Aðalgeir frá Lucinity til Símans Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Sjá meira
Netöryggisrannsakendur frá tæknirisanum Cisco hafa fundið 74 stóra Facebook-hópa á undanförnum mánuðum þar sem nærri 400.000 meðlimir versla með ólöglegar vörur. Rannsakendahópurinn, sem kallast Talos, birti skýrslu um rannsóknina þar sem þeir lýstu því að fólk auglýsti amapóstsþjónustu (e. spam service) gegn gjaldi, stolna aðganga að Facebook og fjölda annarra síðna og stolnar kreditkortaupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt. „Þrátt fyrir að nöfn hópanna hafi augljóslega gefið til kynna að þar fari fram ólögleg starfsemi hefur sumum þessara hópa tekist að halda sér inni á Facebook í allt að átta ár. Þannig hafa hóparnir sankað að sér tugum þúsunda meðlima,“ sagði í skýrslu Talos um málið. Rannsakendurnir sögðu svo frá því að hópurinn hafi tilkynnt brotlegu hópana á Facebook. Sumir þeirra hafi verið teknir niður en í öðrum voru einungis ákveðin innlegg fjarlægð. Eftir að Talos setti sig í beint samband við öryggisteymi Facebook var meginþorra hópanna hins vegar eytt. Nýir hafa hins vegar komið í staðinn og segjast Talos-liðar vinna með Facebook að því að taka á vandamálinu. Ekki liggur fyrir hversu mikil viðskipti fara fram í gegnum hópana. Seljendur, eða tengiliðir seljenda, biðja um greiðslu með Bitcoin eða annarri rafmynt. Ekki er því hægt að segja til um raunverulegt umfang viðskiptanna. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Facebook lendir í vandræðum með ólögleg viðskipti á samfélagsmiðlinum. Netöryggisrannsakandinn Brian Krebs, sem heldur úti síðunni Krebs on Security, greindi frá því fyrir um ári að Facebook hefði þá nýlega eytt um 120 hópum, með um 300.000 meðlimi, þar sem álíka viðskipti fóru fram. Facebook hefur reyndar átt í vandræðum með miklu fleira en ólögleg viðskipti undanfarin misseri. Ýmis hneykslismál hafa komið upp er varða meðferð Facebook á persónulegum upplýsingum, til dæmis Cambridge Analytica-hneykslið og öryggisgalli sem kom upp á síðasta ári sem gerði óprúttnum aðilum kleift að stela 50 milljónum Facebook-aðganga. Fjallað hefur verið um að skilaboðasamskipti milljóna notenda séu til sölu á veraldarvefnum og kynþáttafordóma innan fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að beita sér ekki af nægri hörku gegn öfgahópum sem nota Facebook til að ala á hatri. Hér á landi hefur ítrekað verið greint frá því að fíkniefni séu seld í lokuðum Facebook-hópum. Slíkar fréttir hafa raunar skotið upp kollinum ár eftir ár.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Gefur eftir í tollastríði við Kína Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Aðalgeir frá Lucinity til Símans Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Sjá meira