Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 11:25 Munurinn á bréfunum er ekki auðsjáanlegur en þó veigamikill. Twitter Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira