Brúneiskum lögum um samkynhneigð mótmælt í London Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 21:52 Dorchester hótelið er í eigu soldánsins af Brúnei. Getty/ Chris J Ratcliffe Tugir manna söfnuðust saman fyrir utan Dorchester hótelið sem er í eigu Hassanal Bolkiah soldáns Brúnei og mótmæltu þar lagabreytingum sem gerðar voru nýverið í landinu. Á dögunum tóku gildi íslömsk lög í smáríkinu og með þeim var dauðarefsing lögð við kynlífi samkynhneigðra í landinu. AP greinir frá.Ýmsir þekktir aðilar hafa í kjölfarið hvatt til þess að hótel í eigu soldánsins verði sniðgengin, þar á meðal eru George og Amal Clooney, Elton John og Ellen DeGeneres. Mótmælendur flögguðu regnbogafána og sögðu Soldáninn eiga að skammast sín. Oxford-háskólinn í Bretlandi hefur einnig gagnrýnt lagabreytinguna og íhugar nú að svipta soldáninn heiðursgráðu sem hann hlaut frá skólanum árið 1993. Þingmaðurinn Emily Thornberry í Verkamannaflokknum hefur einnig sagt að verði breytingin ekki afturkölluð ætti að „fleygja“ Brúnei út úr samstarfi Breska samveldisins. Með nýju lögunum munu samkynhneigðir sem verða uppvísir um að stunda kynlíf, vera dæmdir til þess að verða grýttir til dauða eða að fá svipuhögg. Lögin munu gilda um alla þá sem staddir verða í Brúnei og skiptir engu hverrar trúar eða af hvaða þjóðerni þeir eru. Bretland Brúnei England Tengdar fréttir Brúnei leggur dauðarefsingu við samkynhneigð Sameinuðu þjóðirnar segja að sjaríalögin í landinu séu alvarlegt bakslag fyrir mannréttindi. 3. apríl 2019 07:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Tugir manna söfnuðust saman fyrir utan Dorchester hótelið sem er í eigu Hassanal Bolkiah soldáns Brúnei og mótmæltu þar lagabreytingum sem gerðar voru nýverið í landinu. Á dögunum tóku gildi íslömsk lög í smáríkinu og með þeim var dauðarefsing lögð við kynlífi samkynhneigðra í landinu. AP greinir frá.Ýmsir þekktir aðilar hafa í kjölfarið hvatt til þess að hótel í eigu soldánsins verði sniðgengin, þar á meðal eru George og Amal Clooney, Elton John og Ellen DeGeneres. Mótmælendur flögguðu regnbogafána og sögðu Soldáninn eiga að skammast sín. Oxford-háskólinn í Bretlandi hefur einnig gagnrýnt lagabreytinguna og íhugar nú að svipta soldáninn heiðursgráðu sem hann hlaut frá skólanum árið 1993. Þingmaðurinn Emily Thornberry í Verkamannaflokknum hefur einnig sagt að verði breytingin ekki afturkölluð ætti að „fleygja“ Brúnei út úr samstarfi Breska samveldisins. Með nýju lögunum munu samkynhneigðir sem verða uppvísir um að stunda kynlíf, vera dæmdir til þess að verða grýttir til dauða eða að fá svipuhögg. Lögin munu gilda um alla þá sem staddir verða í Brúnei og skiptir engu hverrar trúar eða af hvaða þjóðerni þeir eru.
Bretland Brúnei England Tengdar fréttir Brúnei leggur dauðarefsingu við samkynhneigð Sameinuðu þjóðirnar segja að sjaríalögin í landinu séu alvarlegt bakslag fyrir mannréttindi. 3. apríl 2019 07:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Brúnei leggur dauðarefsingu við samkynhneigð Sameinuðu þjóðirnar segja að sjaríalögin í landinu séu alvarlegt bakslag fyrir mannréttindi. 3. apríl 2019 07:28