Fall WOW air hefur áhrif á fiskútflutning Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 20:00 Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma. Auk farþega hefur WOW air flutt íslenskar vörur með frakt til útlanda. Þótt umsvif flugfélagsins í þessu sambandi hafi verið minni en hjá Icelandair koma íslensk útflutningsfyrirtæki til með að finna fyrir því að færri möguleikar verða fyrir slíka flutninga. „Aftur á móti erum við að fara núna í gegnum páskatímann. Þetta kemur núna í raun og veru á mjög slæmum tíma fyrir útflutning á fisk í ljósi þess að páskarnir eru mjög stórir í útflutningi á fisk og með minnkun á plássi gerir það auðvitað ekki gott,“ segir Daníel Thomsen, sölustjóri hjá Danica Seafood. Þannig verði færri ferðir til áfangastaða á borð við Boston og New York sem séu mikilvægir markaðir fyrir íslenskan fisk. „Vandamál sem við klárlega sjáum líka núna og verður líklega næstu tvær vikurnar er að það verður töluvert minna um pláss hjá Icelandair sökum þess að þeir þurfa auðvitað að aðstoða farþega sem eru fastir annars staðar út af þessu með WOW air og það hefur gríðarleg áhrif á okkur líka,“ segir Daníel. Hann kveðst telja að áhrifin muni þó aðeins vara til skemmri tíma. Það sé aftur á móti jákvætt fyrir útflutningsgreinar ef krónan heldur áfram að veikjast. „Íslenskur fiskur er að sjálfsögðu vinsæl afurð og ef þetta fer ekki vestur þá ætla ég að vona að það verði bara fundið heimili fyrir þetta einhvers staðar annars staðar. En auðvitað er það ekki gott fyrir sérstaklega Ameríkumarkaðinn.“ Sjávarútvegur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Gefur eftir í tollastríði við Kína Sjá meira
Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma. Auk farþega hefur WOW air flutt íslenskar vörur með frakt til útlanda. Þótt umsvif flugfélagsins í þessu sambandi hafi verið minni en hjá Icelandair koma íslensk útflutningsfyrirtæki til með að finna fyrir því að færri möguleikar verða fyrir slíka flutninga. „Aftur á móti erum við að fara núna í gegnum páskatímann. Þetta kemur núna í raun og veru á mjög slæmum tíma fyrir útflutning á fisk í ljósi þess að páskarnir eru mjög stórir í útflutningi á fisk og með minnkun á plássi gerir það auðvitað ekki gott,“ segir Daníel Thomsen, sölustjóri hjá Danica Seafood. Þannig verði færri ferðir til áfangastaða á borð við Boston og New York sem séu mikilvægir markaðir fyrir íslenskan fisk. „Vandamál sem við klárlega sjáum líka núna og verður líklega næstu tvær vikurnar er að það verður töluvert minna um pláss hjá Icelandair sökum þess að þeir þurfa auðvitað að aðstoða farþega sem eru fastir annars staðar út af þessu með WOW air og það hefur gríðarleg áhrif á okkur líka,“ segir Daníel. Hann kveðst telja að áhrifin muni þó aðeins vara til skemmri tíma. Það sé aftur á móti jákvætt fyrir útflutningsgreinar ef krónan heldur áfram að veikjast. „Íslenskur fiskur er að sjálfsögðu vinsæl afurð og ef þetta fer ekki vestur þá ætla ég að vona að það verði bara fundið heimili fyrir þetta einhvers staðar annars staðar. En auðvitað er það ekki gott fyrir sérstaklega Ameríkumarkaðinn.“
Sjávarútvegur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Gefur eftir í tollastríði við Kína Sjá meira
Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17