Stjórnarandstaðan boðar aðra vantrauststillögu gegn May Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:55 Miklar líkur eru taldar á að ríkisstjórn May fari í hundana. Vísir/EPA Talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum segir að sú stund gæti runnið upp að flokkurinn beri fram aðra vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra. Útgöngusamningi May var hafnað í þriðja skiptið í þinginu í fyrradag. Emily Thornberry, talsmaður Verkamannaflokksins, sagði Sky News-sjónvarpsstöðinni sagði augljóst að vantraust gæti komið til bráðlega. May stóð af sér vantrauststillögu í janúar, daginn eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í fyrsta skipti. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í breska þinginu frá upphafi. Bretar hafa frest til 12. apríl til að samþykkja útgöngusamningi eða óska eftir langri frestun á útgöngunni. Að öðrum kosti þurfa þeir að ganga úr án samnings eftir rétt tæpar tvær vikur. Dagblaðið Sunday Times heldur því fram í dag að vaxandi líkur séu á því að May velji þann kost að boða til þingkosninga. Komi hún útgöngusamningi ekki í gegnum þingið á næstu dögum sé hætta á að ríkisstjórn hennar liðist í sundur. Að minnsta kosti sex ráðherrar sem styðja aðild að ESB séu tilbúnir að segja af sér ákveði hún að ganga úr ESB án samnings. Önnur fylking innan ráðherraliðsins sé á sama tíma tilbúin að segja af sér telji hún May ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við Evrópu. Breskir kjósendur mega þó ekki eiga von á mikilli stefnubreytingu hrökklist ríkisstjórn May frá og Verkamannaflokkurinn taki við. Thornberry sagði líklegt að undir stjórn flokksins myndi Bretland halda sig við þá stefnu að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum segir að sú stund gæti runnið upp að flokkurinn beri fram aðra vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra. Útgöngusamningi May var hafnað í þriðja skiptið í þinginu í fyrradag. Emily Thornberry, talsmaður Verkamannaflokksins, sagði Sky News-sjónvarpsstöðinni sagði augljóst að vantraust gæti komið til bráðlega. May stóð af sér vantrauststillögu í janúar, daginn eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í fyrsta skipti. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í breska þinginu frá upphafi. Bretar hafa frest til 12. apríl til að samþykkja útgöngusamningi eða óska eftir langri frestun á útgöngunni. Að öðrum kosti þurfa þeir að ganga úr án samnings eftir rétt tæpar tvær vikur. Dagblaðið Sunday Times heldur því fram í dag að vaxandi líkur séu á því að May velji þann kost að boða til þingkosninga. Komi hún útgöngusamningi ekki í gegnum þingið á næstu dögum sé hætta á að ríkisstjórn hennar liðist í sundur. Að minnsta kosti sex ráðherrar sem styðja aðild að ESB séu tilbúnir að segja af sér ákveði hún að ganga úr ESB án samnings. Önnur fylking innan ráðherraliðsins sé á sama tíma tilbúin að segja af sér telji hún May ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við Evrópu. Breskir kjósendur mega þó ekki eiga von á mikilli stefnubreytingu hrökklist ríkisstjórn May frá og Verkamannaflokkurinn taki við. Thornberry sagði líklegt að undir stjórn flokksins myndi Bretland halda sig við þá stefnu að ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49