Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 14:16 Skoðanakannanir hafa bent til þess að Biden sé með mest fylgi mögulegra frambjóðenda í forvali demókrata. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi demókratar, segist ekki telja að hann hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt þrátt fyrir ásakanir samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona Demókrataflokksins frá Nevada, sagði frá áreitni sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hendi Biden árið 2014 í grein sem hún birti á föstudag. Þar segir hún að Biden hafi snert hana á óviðeigandi hátt og kysst hana aftan á höfuðið á kosningafundi. Talsmaður Biden hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann sagði að hvorki Biden né starfslið hans myndi eftir að atvikið hefði átt sér stað og að þau hafi aldrei orðið þess var að varaforsetinn hefði valdið Flores ónótum. Í dag birti Biden svo yfirlýsingu í eigin nafni þar sem hann gekkst ekki við ásökunum Flores en sagðist telja að hann hafi aldrei komið fram á óviðeigandi hátt í þúsundum skipta sem hann tók í höndina á fólki, faðmaði það, sýndi því alúð, stuðning eða huggun á fjórum áratugum í opinberum störfum. „Ef það er gefið í skyn að ég hafi gert það þá mun ég hlusta af virðingu en það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingunni sem Politico segir frá. Sagðist Biden jafnframt ætla að hlusta á upplifanir kvenna. Biden er talinn líklegur til afreka í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Búist hefur verið við því að hann geri það. Nokkrir frambjóðendur í forvalinu, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hafa þegar lýst því yfir að þeir trúi Flores.NEW: Statement from Joe Biden saying in all his years in public life, taking photos and giving hugs, “not once - never - did I believe I acted inappropriately. If it is suggested I did so, I will listen respectfully. But it was never my intention.” pic.twitter.com/P0OuFeWDXu— Matt Viser (@mviser) March 31, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi demókratar, segist ekki telja að hann hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt þrátt fyrir ásakanir samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona Demókrataflokksins frá Nevada, sagði frá áreitni sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hendi Biden árið 2014 í grein sem hún birti á föstudag. Þar segir hún að Biden hafi snert hana á óviðeigandi hátt og kysst hana aftan á höfuðið á kosningafundi. Talsmaður Biden hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann sagði að hvorki Biden né starfslið hans myndi eftir að atvikið hefði átt sér stað og að þau hafi aldrei orðið þess var að varaforsetinn hefði valdið Flores ónótum. Í dag birti Biden svo yfirlýsingu í eigin nafni þar sem hann gekkst ekki við ásökunum Flores en sagðist telja að hann hafi aldrei komið fram á óviðeigandi hátt í þúsundum skipta sem hann tók í höndina á fólki, faðmaði það, sýndi því alúð, stuðning eða huggun á fjórum áratugum í opinberum störfum. „Ef það er gefið í skyn að ég hafi gert það þá mun ég hlusta af virðingu en það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingunni sem Politico segir frá. Sagðist Biden jafnframt ætla að hlusta á upplifanir kvenna. Biden er talinn líklegur til afreka í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Búist hefur verið við því að hann geri það. Nokkrir frambjóðendur í forvalinu, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hafa þegar lýst því yfir að þeir trúi Flores.NEW: Statement from Joe Biden saying in all his years in public life, taking photos and giving hugs, “not once - never - did I believe I acted inappropriately. If it is suggested I did so, I will listen respectfully. But it was never my intention.” pic.twitter.com/P0OuFeWDXu— Matt Viser (@mviser) March 31, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24