Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 16:20 Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. Vísir/vilhelm Einn af kostum þess að skjóta dómi Mannréttindadómstóls Evrópu til yfirdeildar gæti verið að knýja fram skýrari afstöðu dómstólsins gagnvart misvísandi skilaboðum hans um það hvort skipan Landsréttar í heild sinni sé í andstöðu við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands, sem segir að það sé bæði óásættanlegt og óábyrgt af hálfu meirihluta dómenda við MDE að ýja að þessu álitaefni án þess að svara því með afgerandi hætti. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands sem fór fram í dag en Björg var ein af framsögumönnum.Vísir/vilhelm Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands sem fór fram í dag en Björg var ein af framsögumönnum. Sjálf metur hún stöðuna þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. Atkvæðagreiðsla Alþingis, sem braut í bága við lög sem kveða á um að greiða ætti atkvæði um skipun hvers umsækjenda fyrir sig, væri þannig ágalli sem bættist ofan á þá staðreynd að dómsmálaráðherrann hefði brotið gegn rannsóknarskyldu sinni í tilviki fjögurra umsækjenda. Henni hefði borið að gera sjálfstæða og rökstudda tillögu um sérhvern þann fjögurra sem hún lagði til en voru ekki í hópi þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta. „Aðeins með því að ráðherrann hefði uppfyllt lagaskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum hefði þingið getað rækt hlutverk sitt í ferlinu og tekið afstöðu til mats ráðherra andstætt mati dómnefndar varðandi þessa fjóra umsækjendur,“ segir Björg og vísar til niðurstöðu MDE. „Niðurstaðan um að gróf brot hefðu átt sér stað á málsmeðferðarreglum var fengin með sérstakri áherslu á framgöngu dómsmálaráðherra við undirbúning málsins varðandi þennan dómara sem sat í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, var einn þeirra sem lagði leið sína á málþing um dóm MDE.Vísir/vilhelm Þungamiðjan í rökstuðningi fyrir MDE er að það var geðþáttaákvörðun framkvæmdavaldsins sem réði úrslitum um að dómarinn í máli kæranda var skipaður í embætti auk þriggja annarra umsækjenda. Það hefur hins vegar ekkert að gera með skipun hinna ellefu umsækjenda.“ Nú þegar stjórnvöld standa frammi fyrir því verkefni að vinna úr dómi MDE hafa komið upp hugmyndir að lausnum á borð við að greiða atkvæði um hvern og einn dómara í þinginu á nýjan leik. „Ég tel slíka vegferð vera mjög misráðna. Hún er ekki aðeins óþörf heldur umfram það sem tilefni er til heldur skapar hún líka nýjar hættur á að brotið verði gegn fyrirmælum stjórnarskrárinnar um sjálfstæði dómstóla. Þá er verr farið af stað en heima setið. “ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Næstu skref verði að taka mið af því að styrkja sjálfstæði dómstóla Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. 20. mars 2019 14:03 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Einn af kostum þess að skjóta dómi Mannréttindadómstóls Evrópu til yfirdeildar gæti verið að knýja fram skýrari afstöðu dómstólsins gagnvart misvísandi skilaboðum hans um það hvort skipan Landsréttar í heild sinni sé í andstöðu við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands, sem segir að það sé bæði óásættanlegt og óábyrgt af hálfu meirihluta dómenda við MDE að ýja að þessu álitaefni án þess að svara því með afgerandi hætti. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands sem fór fram í dag en Björg var ein af framsögumönnum.Vísir/vilhelm Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands sem fór fram í dag en Björg var ein af framsögumönnum. Sjálf metur hún stöðuna þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. Atkvæðagreiðsla Alþingis, sem braut í bága við lög sem kveða á um að greiða ætti atkvæði um skipun hvers umsækjenda fyrir sig, væri þannig ágalli sem bættist ofan á þá staðreynd að dómsmálaráðherrann hefði brotið gegn rannsóknarskyldu sinni í tilviki fjögurra umsækjenda. Henni hefði borið að gera sjálfstæða og rökstudda tillögu um sérhvern þann fjögurra sem hún lagði til en voru ekki í hópi þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta. „Aðeins með því að ráðherrann hefði uppfyllt lagaskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum hefði þingið getað rækt hlutverk sitt í ferlinu og tekið afstöðu til mats ráðherra andstætt mati dómnefndar varðandi þessa fjóra umsækjendur,“ segir Björg og vísar til niðurstöðu MDE. „Niðurstaðan um að gróf brot hefðu átt sér stað á málsmeðferðarreglum var fengin með sérstakri áherslu á framgöngu dómsmálaráðherra við undirbúning málsins varðandi þennan dómara sem sat í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, var einn þeirra sem lagði leið sína á málþing um dóm MDE.Vísir/vilhelm Þungamiðjan í rökstuðningi fyrir MDE er að það var geðþáttaákvörðun framkvæmdavaldsins sem réði úrslitum um að dómarinn í máli kæranda var skipaður í embætti auk þriggja annarra umsækjenda. Það hefur hins vegar ekkert að gera með skipun hinna ellefu umsækjenda.“ Nú þegar stjórnvöld standa frammi fyrir því verkefni að vinna úr dómi MDE hafa komið upp hugmyndir að lausnum á borð við að greiða atkvæði um hvern og einn dómara í þinginu á nýjan leik. „Ég tel slíka vegferð vera mjög misráðna. Hún er ekki aðeins óþörf heldur umfram það sem tilefni er til heldur skapar hún líka nýjar hættur á að brotið verði gegn fyrirmælum stjórnarskrárinnar um sjálfstæði dómstóla. Þá er verr farið af stað en heima setið. “
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Næstu skref verði að taka mið af því að styrkja sjálfstæði dómstóla Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. 20. mars 2019 14:03 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30
Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35
Næstu skref verði að taka mið af því að styrkja sjálfstæði dómstóla Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. 20. mars 2019 14:03
Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12